Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 42

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 42
Almenn lýsing Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Bureau Veritas í flokki ( I 3/3 E Fishing Vessel, Deep Sea, Ice II, MOT, RMC, Quick Freezing Plant). Skipið er skuttogari með tvö heil þilför stafna á milli, tvöfaldan botn með tönkum fyrir eldsneyti, sjó- kjölfestu og vatn. Það er með skut- rennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra þilfars, íbúðahæð og brú aftan til á bakkaþilfari. í breytingunni nú var skipið lengt frá bandi 40, um 21 bandabil, samtals 12,60 metra. Rými undir aðalþilfari Undir neðra þilfari er skipinu skipt með vatnsþéttum þverskipsþilum í eft- irtalin rými, talið framan frá: stafn- hylki fyrir sjókjölfestu, hágeymi fyrir brennsluolíu, frystilest með hágeym- um fyrir brennsluolíu fremst úti í síð- um, botngeymum fyrir ferskvatn og sjókjölfestu, frystivélarúmi (veltitank- ur er efst í frystivélarými), vélarúm með vélgæsluklefa stjórnborðsmegin og hágeymum fremst fyrir brennsluol- íu. Aftast eru skutgeymar fyrir brennsluolíu og sjókjölfestugeymir í skut. Aðalþilfar Fremst á aðalþilfari er keðjukassi, þá umbúðageymsla og þar aftan við vinnsluþilfar með fiskmóttöku. Aftan við fiskmóttöku er stýrisvélarrými. Stjórnborðsmegin við fiskmóttöku er vélarreisn. Stýrisvélarrými er undir skutrennu og bakborðsmegin er ketil- rými og vökvastöð fyrir færibönd vinnsluþilfars og geymslur. Efra þilfar - togþilfar Fremst á efra þilfari eru búningsklefar fyrir vinnlsurými með stigahúsi niður á vinnsluþilfar og íbúðarými. Þar fyrir aftan er togþilfar skipsins. Á togþilfari eru þilfarshús í síðum, þ.e. geymslur, skorsteins- og stigahús. Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist hún í sex bobbingarennur sem ná fram að íbúðarými og mögu- legt er að hafa þrjár vörpur undir- slegnar samtímis á dekki. Framan við bobbingarennur eru sex grandaraspil og tvö hjálparspil. Bakkaþilfar Bakkaþilfar framlengist meðfram síð- um aftur að pokamastri. Framan til á bakkaþilfari er U-laga yfirbygging sem nær yfir breidd skips fremst en fram- lengist meðfram síðum. í yfirbygging- unni eru íbúðir. Framan til á yfirbygg- ingunni er brú skipsins. Á brúarþaki er ratsjár- og ljósamastur. íbúðir og vistaverur íbúðir eru samtals fyrir 23 menn í tveimur fjögurra manna klefum, fjór- um tveggja manna og sjö eins manns klefum, auk sjúkraklefa. íbúðir eru á þremur hæðum framskips, þ.e. á efra þilfari, bakkaþilfari og brúarþilfari. íbúðir eru einangraðar með steinull og klæddar plasthúðuðum þilplötum. r I upphafi franskur flakafrystitogari Orri ÍS var fluttur inn frá Frakklandi árið 1995, en byggður árið 1984 hjá Ateliers Et Chantier De La Manche í Saint-Malo, Frakklandi. Togarinn hét áður La Bretagne og hefur smíðanúmer 1322 hjá stöðinni. Skip- ið var hannað og smíðað sem flaka- frystitogari. Eftir að Orri ÍS kom til landsins voru gerðar breytingar á vinnslubúnaði skipsins. Flaka- vinnslubúnaður var fjarlægður, en búnaður til ísfiskmeðhöndlunar sett- ur niður og skipið gert út sem ísfisk- og heilfrystiskip. Efra þilfar Fremst í íbúðarými á efra þilfari eru matvælageymslur sem skiptast í þurr-, kæli- og frystigeymslu. Þar aftan við eru eldhús og borðsalur. Bakborðsmeg- in fremst er stakkageymsla með salern- isklefa og stigahús niður á vinnsluþil- Helstu mál og stærðir Fyrir breytingu Mesta lengd (m)..........................63,83 Skráð lengd (m)..........................58,11 Lengd milli lóðlína (m)..................56,80 Breidd (mótuð) (m).......................12,30 Dýpt að efra þilfari (m)..................7,80 Dýpt að neðra þilfari (m).................5,50 Eigin þyngd (tonn)........................1239 Særými.djúprista við 5,27 m (tonn).......-2200 Burðargeta við 5,27m djúpristu (tonn)....-960 Lestarrými (m3)...........................1000 Brennsluolíugeymar (m3)....................460 Ferskvatnsgeymar (tonn)...................38,0 Sjókjölfestugeymar (m3)...................48,0 Andveltigeymir, brennsluolía (m3).........60,0 Brúttótonnala (BT)........................1410 Rúmlestatala (Brl).....................1005,43 Rúmtala (m3)............................3842,5 Ganghraði í reynslusiglingu (hnútar)......14,3 Skipaskrárnúmer...........................2242 Reiknuð bryggjuspyrna (tonn)..............42,4 Aflvísir.................................10240 Eftir breytingu ..........49,95 ..........44,17 ..........44,20 ..........12,30 ...........7,80 ...........5,50 ............885 ......... -1700 ...........-815 ............640 ..........351,6 ...........32,0 ...........48,0 1143 „777 13,8 42 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.