Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 23

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs komin af staó: Upplýsingar um fisk- verðssamninga kallaðar inn Gera má ráö fyrir að á nœstu mánuðwn muni skýrast hvernig starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs fer af stöfhum. Skrifstofan safnar upplýsingum um alla fiskverðssamninga í landinu og vinnur í framhaldinu upplýsingar um fiskverð. œði Verðlagsstofa skiptaverðs og Kvótaþing hafa nú tekið til starfa en þessum stofnunum var komið á fót í kjölfar kjarasamninga útvegsmanna og sjómanna síðastlið- ið vor. Á undanfómum vikum hafa starfsmenn þessara stofnana kynnt starfsemina á ftmdum útvegsmanna út um landið, sem og á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva en nœstu mánuðir munu leiða í Ijós hvernig starfsemin fer afstöfnum. Ljóst er að starfsemi Kvótaþings er mjög um- deild en í umrœðunni hefur minna farið fyrir ádeilu á starf Verðlagsstof- unnar. Hún liefur nú þegar kallað eftir upplýsingum frá öllum útgerð- um um fiskverðssamninga milli út- gerða og sjómanna. Valtýr Hreiðarsson, forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs, segir vetrar- mánuðina leiða í ljós hvernig starfi stofunnar verði háttað en hann viður- kennir að átök um starf Kvótaþings geti haft áhrif enda séu stofnanirnar tengdar og í raun báðum komið á fót sem lausn á kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Valtýr bendir á að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi í raun ákveðinn grunn að byggja á, þ.e. starf úrskurðar- nefndar sjómanna og útvegsmanna á undanförnum árum. Sett voru lög á Alþingi síðastliðið vor um starfsemi Verðlagsstofunnar og úrskurðarnefnd- ina og þar segir að meginhlutverk Verðlagstofunnar verði að fylgjast með verði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Hún skal, sam- kvæmt lögunum, afla ítarlegra gagna um fiskverð og vinna á skipulegan hátt úr þeim sundurliðuð yfirlit um fiskverð miðað við einstök landssvæði, tiitekna viðskiptahætti, stærðar- og gæðaflokka. Stofunni er ætlað að birta upplýsingar um fiskverð þannig að þær gagnist útvegsmönnum, sjó- mönnum og fiskkaupendum sem best. Valtýr segir í samtali við Ægi að nú þegar hafi kynningarefni um starfsem- ina verið sent út til um 800 aðila í landinu, útvegsmanna sem og sjómanna, og er þar farið fram á við útgerðarmenn að þeir sendi inn upp- lýsingar um alla fiskverðssamninga milli útgerða og áhafna sem í gildi eru. „Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna hefur starfað frá 1995 og þann grunn höfum við til að byggja okkar starf á. Hins vegar munu næstu mán- uðir leiða í Ijós hvernig starfsemin þróast en ég á ekki von á öðru en upp- lýsingasöfnun gangi vel fyrir sig og að við eigum góða samvinnu við aðila um upplýsingasöfnunina. En ég tel að með bréfum sem við höfum sent út til útgerðarmanna, sjómanna, kynning- um á fundum og auglýsingum þá höf- um við kynnt starfsemina vel þannig að aðilar báðum megin borðs ættu að vita af okkur," segir Valtýr. ÆG1R 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.