Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 25

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hilmar í búningaklefanum sem sérstaklega er hannaður til að þurrka búnninga skólans. Þetta er gott dcemi wn að þá sérútbúnu aðstöðu sem komin er í skipið og hentar skólanum og nemendum hans vel. er lokað stafna á milli og þar af leið- andi er vinnuaðstaðan öll innan dyra en sömuleiðis verður þægilegt fyrir okkur að geta opnað skutinn á skipinu þegar um verklegar sjóæfingar er að ræða. Allt ber þetta að þeim brunni að gera starf okkar betra og öruggara, ekki hvað síst fyrir nemendurna sjálfa," segir Hilmar. Þörfin fyrir Slysavarnaskólann fer síst minnkandi Að mati Hilmars yrði enginn ávinn- ingur af fjölgun nemenda á námskeið- um, enda kæmi sú fjölgun harðast niður á verklegu kennslunni. Fyrir 1. apríl á næsta ári þurfa allir sjómenn sem lögskrá sig á skip að hafa sótt grunnnámskeið í slysavörnum og Hilmar segir að á vetrarmánuðunum verði takmarkinu náð en hann undir- strikar að hlutverk skólans verði eftir sem áður mjög mikið, þrátt fyrir að lögskráningarkrafan verði uppfyllt. „Já, það er langt í frá að þörfin fyrir skólann muni minnka. í lögum er nú þegar komin inn heimild sem sam- gönguráðherra hefur til að setja reglu- gerð um námskeið sjómanna í örygg- isfræðum. Við erum með svo háa slysatíðni að okkur ber skylda til að halda áfram öryggisfræðslunni, enda sýna allar tölur að öryggisfræðslan dregur úr slysum og óhöppum á sjó. Við erum í því hlutverki að gefa vítamínsprautur sem sjómenn verða að viðhalda sjálfir og ein vítamín- sprauta í formi námskeiðs dugar sjó- mönnum ekki alla starfsævina á sjó. Þeir verða að koma regluiega til okkar og halda sinni þekkingu við," segir Hilmar og hann vekur athygli á að krafan um endurmenntun muni koma upp hvort heldur íslendingar setji reglur þar um, eða ekki. Ef ekki komi fram slík reglugerð hér á landi þá muni á endanum verða ákvæði í al- þjóðalög, þar að lútandi, og þau verði íslendingar að uppfylla. Góðar gjafir í tilefni af nýju Sæbjörginni Fyrst og fremst mun nýja Sæbjörgin verða staðsett í Reykjavík. Á undan- förnum árum hefur gamla Sæbjörgin Horft aftur eftir gamla bílaþilfarinu. Á því miðju er nú komið hús þar sem í eru gangar og klefar í anda þess sem gerist um borð í fiskiskipum. Þarna fer reykköfunin fram. fflR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.