Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 35

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Jón Þ. Þór: Þilskipaútgerð Eyfirðinga á 19. öld - 3. grein /'síðustu greiu wn þilskipaútgerð Ey- firðinga var sagt frá bcendaútgerð- inni og saga hennar rakin fram um 1870. Þar kom fram, að þann aldar- fjórðung eða svo, sem bcendaiítgerðin stóð itieð blóma, voru hákarlaveiðar helsta stoð þilskipaútgerðarinnar. Bœndur brceddu lifrina sjálfir - flest- ir heima á bcejunum við ófullkomnar aðstceður - og seldu síðan kaupmönn- um á Akureyri. Þeir fluttu lýsið út og seldu með góðum hagnaði, en verð á íslensku hákarlalýsi var hátt á 6. og 7. áratug 19. aldar og fór hcekkandi allt frain undir 1870. Á þessu skeiði voru hákarlaveiðar mun ltag- kvœmari en þorskveiðar og kom eittkum tvennt til. í fyrsta lagi hið liáa verð á lýsinu og mikil eftir- spurn eftir þvt, og t öðru lagi lítill framleiðslu- kostnaður, en ólíkt því sem gerðist við saltfisk- verkun, þurfti lítinn mannafla við lifrar- brceðsluna og annar kostnaður var hverfatidi lítill. Um 1870 voru nánast öll þilskip, sem haldið var út til hákarlaveiða við Eyjafjörð, í eigu bænda. Þeir voru flestir búsettir út með firði, í Höfða- hverfi og Arnarneshreppi, á Árskógs- strönd, í Hrísey og víðar. Engin skip voru þá að fullu í eigu kaupmanna á Akureyri, en sumir þeirra munu hafa átt lítilsháttar hlutdeild í þilskipum. Á 8. og 9. áratug 19. aldar gjörbreyttist þetta. Kaupmenn á Akureyri tóku að eignast æ stærri hluti í þilskipunum, síðan heilu skipin og útgerðin fluttist að verulegu leyti til Akureyrar. Um 1890 var stór floti þilskipa gerður út frá Akureyri og voru þau í eigu kaup- manna og verslana í bænum. Eiginleg útgerð bænda út með firði var að heita mátti úr sögunni og skipin áttu flest heimahöfn á Akureyri. Enn áttu þó margir bændur hluti í þilskipum, á móti verslunum, einstökum kaup- mönnum og öðrum bæjarbúum. Á u.þ.b. tveimur áratugum hafði dæmið þannig snúist gjörsamlega við. Ágóðinn af hákarlaveiðunum minnkar En hvernig gerðist þetta og hvers vegna? Tveir fræðimenn hafa fjaliað allnokkuð um þetta mál og er fróðlegt að bera skoðanir þeirra saman. í Skútuöldinni segir Gils Guðmunds- son: Þótt Eyfirðingar [þ.e. bcendur út með Eyjafirði] hefðu mikinn hagnað af liá- karlaútveginum í fyrstu, og það jaþivel svo ríflegan, að skip fengust fullborguð á tveimur árum, fór ágóðinn smám saman minnkandi. Þrátt fyrir síaukið afla- inagn, óx tilkosbiaður allur að því skapi. Þá tók lýsi að lcekka í verði. Við þetta bcettust harðindi, liafísavor og aðrir erfiðleikar, sem sýndu mörgum út- vegsbcendum í tvo heimana. Loks er það ótalið, sem að líkindum olli mestu um sölu hákarlaskipanna. Árið 1866 koniu verzlanirnar á Akureyri sér upp stórum þillkomnari lifrarbrceðslu en áður þekktist. Þótti brœðslan takast þar betur en hjá bcendum í heimahúsum, auk þess sem aðstaða til uppskipunar á lifrinni var langbezt á Akureyri. Af þessum sökum neyddust útvegsbcendur smám saman til að afhenda verzlunun- um lifrina óbrcedda. Notuðu kaupmenn þessa aðstöðu frekiega til að halda verð- inu niðri. Kom þar að lokum, að þeir ein- ir grceddu verulega á hákarlaútgerðinni, en hinir smcerri útvegsmenn börðust í bökkum eða urðu fyrir tapi. Fyrir þessar Um 1890 var stór floti þilskipa gerður út frá Akureyri og voru þau í eigu kaupmanna og verslana í bœnum. Eiginleg útgerð bœnda út með firði var að heita mátti úr sögunni og skipin áttu fest heimahöfh á Akureyri. ÆGiIR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.