Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 22
hráefnisaflendur fyrir vestrænar fisk- vinnslur. Þeir vilja byggja upp eigin vinnsluskipaútgerð en ennþá hafa menn ekki þorað að leggja fjármagn í uppbyggingu landvinnslufyrirtækja í Rússlandi. Áhættan af því að fjár- magna vinnsluskip er á þann hátt minni að hægt er að taka skipin aftur ef illa gengur en ekki yrði aftur snúið með uppbyggingu í landi. En ég tel að þessar breytingar gerist ekkert á einni nóttu og þeir aðilar sem hafa byggt vinnslur á frystum, hausuðum fiski frá Rússlandi, til að mynda íslenskar vinnslur, þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki hráefni frá Rússlandi í fyrirsjáanlegri framtíð. Þeir sem þurfa að hafa mestar áhyggjur eru Norð- mennirnir sem hafa keypt mest af ís- uðum fiski frá Rússum." Heiðarleikinn mikilsverðastur í Rússlandsviðskiptum Jón er fljótur að svara þeirri spurningu hvað leggja þurfi til grundvallar ef ná eigi árangri í viðskiptaverk- efnum í Rússlandi. „Heiðarleiki og þekking á mönnunum sem þú ert að semja við. Það er erfitt að nota laga- rammann í Rússlandi með sama hætti og við gerum hér heima. Númer eitt, tvö og þrjú er að þekkja þá menn sem þú ert að skipta við og koma drengilega fram við þá. Sé það gert þá getur viðkomandi vænst þess sama frá Rúss- unum. Þeir eru heiðarlegir menn og ég verð að viðurkenna að ég verð fyrir meiri óheiðarleika í viðskiptum í okk- ar góða landi en í Rússlandi." Jón segir það eilíft maraþonhlaup að vinna að viðskiptum í Rússlandi. Fyrirtæki geti þess vegna ekki vænst mikils árangurs á skömmum tíma og þolinmæðin þurfi að vera í fyrirrúmi. „Það er eðlilega mikil tortryggni í Rússlandi í garð útlendinga. Bæði á það viðhorf skýringar í fyrri stjórnar- háttum og einnig hitt að fjöldinn allur af erlendum „spekúlöntum", eins og Rússar kalla þá, hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Nú um stundir er þess vegna ekki auðvelt að fara inn í við- skipti í Rússlandi." Vörurnar keppa á mörkuðunum við afurðir frá íslandi Samkeppni er mikil í innflutningi til Rússlands sem og í útflutningsvið- skiptum en Jón segir minni sam- keppni um verkefni eins og það sem Fiskafurðir útgerð hf. hefur ráðist í í Barentshafi. Hann segir að arðsemis- möguleikarnir séu áþekkir í útgerð frystitogara og hér á landi. „Afurðirnar munu fara á markaði í Bretlandi og Bandaríkjunum, raunar á sömu markaði og íslendingar eru að selja sínar afurðir. Við munum þó leggja mikla áherslu á Bandaríkja- markað en Rússar búa við tollaóhag- ræði inn í Evrópusambandslöndin." Jón segir að umrótið í stjórnmálum hafi lítil áhrif á dagleg viðskipti við Rússa og oft á tíðum þyki Rússunum erlendir viðskiptavinir þeirra of tauga- veiklaðir gagnvart atburðum í Kreml. Samt var það svo að í hræringunum nú síðsumars fannst glögglega fyrir því að þau fóru að hafa áhrif á dagleg við- skipti. „Allt fram á þennan dag hafa Rúss- arnir verið vissir um að þeir séu á leið til meira frelsis í viðskiptum. Núna verð ég var við ótta þeirra við endur- komu miðstýringar, ekki endilega kommúnismans heldur að minnsta kosti tilskipunarvaldsins," segir Jón. Smugudeilunni verður að Ijúka Veiðar íslendinga í Smugunni hafa verið þyrnir í augum Rússa, ekkert síð- ur en Norðmanna. Samningar hafa ekki tekist í Smugudeilunni og er Jón í þeim hópi sem telur nauðsynlegt að ná lendingu í málinu hið allra fyrsta. Samkomulag geti ekki orðið til annars en góðs fyrir alla málsaðila. „Ég hef fundið verulega fyrir Smuguveiðunum í mínum viðskiptum við Rússa. Að mínu mati hafa veiðarn- ar skaðað álit manna í Rússlandi á ís- lendingum og það græt ég en hef minni áhyggjur af því þó við séum rninna metnir í Noregi. Ég fer ekki dult með að Smugudeilan hefur skað- að okkar viðskiptahagsmuni hjá Fiskafurðum hf. en málið í heild sinni er að verða hálf vandræðalegt fyrir ís- lendinga. Væntanlega erum við að upplifa annað árið í röð sem enginn arður er af Smuguveiðunum og þær eru lítið nema kostnaðurinn. Við þyrftum endilega að ná samn- ingum um Smuguna til að geta haldið uppi eðlilegum sam- skiptum við Rússa. Norðmenn hafa notað Smugumálið til að skemma fyrir fslendingum í Rússlandi og að mínu mati eig- um við að hafa að markmiði að verða meiri vinir Rússa en Norðmenn. Við höfum mikið að sækja til Rússlands og miklu meira að færa þeim en Norðmenn geta, þ.e. í formi þekking- ar, afkasta og annarra atriða sem snerta sjávarútveginn. Smugudeilunni verður þar af leiðandi að koma út af borðinu hið fyrsta." - Telurðu að Smugudeilan og það sem á undan er gengið muni hafa langtíma hrif á viðhorf Rússa til okkar íslendinga? „Nei, ef um semst í málinu þá verða Rússamir fljótir að fyrirgefa okkur. Málinu þarf aðeins að ljúka með samningum og þar með yrði það úr sögunni," segir Jón Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri Fiskafurða hf. „Smugudeilan hefur skaðað okkar viðskiptahagsmuni í Rússlandi. Deilan er að verða hálf vandrœðalegt mál fyrir okkur íslendinga." 22 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.