Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 50

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 50
Askur er í eigu Ljósavíkur hf. í Þor- lákshöfn sem gerir út Hersir ÁR 2 og Gissur ÁR 6. Útgerðarstjóri er Stein- grímur Erlingsson og framkvæmdar- stjóri er Guðmundur Baldursson. Skipstjóri Asks ÁR 4 er Gissur Bald- ursson, yfirvélstjóri Sæmundur Guð- laugsson og stýrimaður Snæbjörn Ólafsson. Almenn lýsing Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki 1A1, „Stern Trawler", Ice 1-C MV. Skipið er skuttogari með tvö heil þilför milli stefna, perustefni, skutrennu upp á efra þilfar, bakkaþil- far á fremri hluta efra þilfars og brú á miðju efra bakkaþilfari. Rými undir aðalþilfari Undir aðalþilfari er skipinu skipt með fimm vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými, talið framan frá: Stafn- hylki fyrir sjókjölfestu, hágeyma fyrir brennsluolíu, frystilest með botn- geymum fyrir brennsluolíu, vélarúm með botngeymum fyrir ferskvatn í síð- um og aftast skutgeymar fyrir brennsluolíu, ásamt set- og daggeym- um. Aðalþilfar Fremst á aðalþilfari er keðjukassi, þar fyrir aftan efri frystilest sem er notuð sem umbúðageymsla og nær yfir breidd skipsins. Þá er vinnsluþilfar með stakkageymslu og snyrtingu bak- borðsmegin framan til. Aftan við vinnsluþilfarið er fiskimóttaka og til hliðar við hana bakborðsmegin er verkstæði og stigahús vélarúms, en stjórnborðsmegin er rými fyrir afgas- ketil og smurolíutanka. Stýrisvélinni er komið fyrir í holrýminu undir skut- rennu. Efra þilfar Fremst á efra þilfari, stjórnborðs- og bakborðsmegin úti í síðum eru þilfars- hús. Á milli þeirra eru bobbingarenn- Helstu mál og stærðir Aðalmál: Mesta lengd (Loa).................................................51,81 m Skráð lengd.........................................................46,19 Lengd milli lóðlína.................................................44,20 m Breidd (mótuð)......................................................10,40 m Dýpt að efraþilfari..................................................7,28 m Rými og stærðir:* Eiginþyngd......................................................1125 tonn Særými við 5,1 m djúpristu......................................1485 tonn Lestarrými.......................................................-1000 m3 Brennsluolíugeymar.................................................215 m3 Kjölfestugeymar, sjór eða olía...................................130,5 m3 Ferskvatnsgeymar................................................22,5 tonn Vökvaolíugeymar....................................................8,9 m3 Spillilolíugeymir................................................. 1,9 m3 Andveltitankur, eldsneyti.........................................24,6 m3 Mæling: Rúmlestatala.................................................Brl 605,36 Brúttótonnatala.............................................BT 1103,00 Nettótonn....................................................NT 330,00 Rúmtala....................................................... 2206,5 m3 Aflvísir.............................................................6950 Reiknuð bryggjuspyrna...........................................32,0 tonn Skipaskrár númer.....................................................2332 * Byggt á gögnum frá Hersi ÁR 2 ur, sem ná fram að stefni. í þilfarshús- um eru íbúðir fremst og þá neta- geymsla og verkstæði. Aftan til á efra þilfari eru sérbyggð hús úti í báðum síðum. Skorsteins- og geymsluhús stjórnborðsmegin, en dælurrými og stigahús bakborðsmegin. Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist hún í tvær bobbingarennur, sem liggja á milli íbúðanna úti í síðum og nær fram að stefni. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi. Togblakkir hanga í vökvaknúnum gálgum á skut- gálga. Pokamastur er sambyggt skut- gálga. Bakkaþilfar Yfir þilfarshúsum og bobbingarennum er bakkaþilfar sem nær aftur fyrir mitt skip. Aftast á bakkaþilfari er íbúðahús og brúin þar fyrir ofan. Aftan við brúnna, á bátaþilfari, er hífingamastur og losunarkrani. Stjórnborðsmegin á þilfarinu er slöngubátur í gálga. Rat- sjár- og ljósamastur eru á brúarþaki. Á bakkaþilfari fyrir framan brú er anker- isvinda í skýli og standa koppar vind- unnar út úr skýlinu. Uppganga fram á bakka er upp um lóðréttan stiga fremst úr bobbingarennu. Ibúðir Klefar og íbúðir eru fyrir 26 menn í 11 tveggja manna klefum, þremur eins manns klefum og sjúkraklefa. íbúðir eru á tveimur hæðum framskips, í síðuhúsum á efraþilfari og húsi á bakkaþilfari. Efra þilfar Tvö íbúðahús eru framskips á efra þil- fari út í hvorri síðu. Bobbingarenna 50 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.