Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 24
Akraborgin tekin við hlutverki slysavarnaskóla sjómanna:
Stjórnvöld standa vel að
öryggísmálum sjómanna
- segir Hilmar Snorrason, skólastjóri
\Tú í septembermánuði varform-
1 \ lega vígt nýtt skólaskip sem ber
nafnið Sœbjörg, líkt og gantla skipið.
Sem kunnugt er var ákveðið að Akra-
nesferjan Akraborg skyldi fá Jietta
nýja hlutverk eftir að hún hætti sigl-
ingum milli Reykjavíkur og Akraness
í suntar og afhentu stjórnvöld Slysa-
varnafélagi íslands skipið, ásamt
með fjárframlagi, þannig aðgera
mœtti skipið þannig árgarði að það
hentaði sem slysavarnaskóli. Stökk-
breyting verður við þetta á allri að-
stöðu til kennslu sjómanna í slysa-
vörnuin og þarfekki annað en ganga
unt sali „nýju" Sœbjargarinnar til að
sjá liversu haganlega öllu lieftir verið
komið fyrir og hvaða inöguleika skip-
ið skapar til bœttrar kennsluaðstöðu.
Ægir heimsótti nýju Sæbjörgina í
Reykjavíkurhöfn á dögunum og var
farið um skipið í fylgd Hilmars Snorra-
sonar, skólastjóra Slysavarnaskóla sjó-
manna. Slippstöðin á Akureyri hefur
lokið stærstu breytingunum á skipinu
sem gerðar verða vegna kennsluað-
stöðunnar og leggur Hilmar mikla
áherslu á að aðbúnaður nemenda hafi
verið stórbættur, sem og aðbúnaður
kennara og annarra starfsmanna skól-
ans. í sjálfu sér muni bætt aðstaða ekki
þýða að hægt verði að sinna fleiri
nemendum í einu, heldur geri nýja
aðstaðan mögulegt að útfæra nám-
skeiðin á annan og betri hátt og þróa
áfram það góða starf sem unnið er hjá
Slysavarnaskóla sjómanna.
24 Mcm -------------------------
„Við erum með svo liáa slysatíðni að okkur ber skylda til að Italda áfram öryggisfrœðsl-
unni, enda sýna allar tölur að öryggisfrœðslan dregur úr slysum og óhöppum á sjó," segir
Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavamaskóla sjómanna. Að baki honum sést yfir
rúmgóða kennslustofu um borð í Saebjörgu.
Tvöfalt fleiri fermetrar en áður
„Breytingin snýst um meira en aukna
aðstöðu en í fermetrum talið tvöfald-
ast aðstaðan. Við fáum líka með skip-
inu búnað sem við þurfum til þjálfun-
ar á sjómönnum en hann höfum við
ekki haft til þessa. í stórum dráttum
má lýsa breytingunni þannig að ein-
um farþegasal í skipinu var breytt í
kennslustofu og síðar er stefnt að því
að breyta öðrum farþegasal einnig.
Salernisaðstaða er líka mun stærri og
betri í nýja skipinu, við erum komnir
með sérstakta búningaaðstöðu fyrir
nemendur, þurrkherbergi fyrir flot-
búninga og sérstakt rými fyrir slökkvi-
búninga sem notaðir eru við æfingar
um borð í skipinu. Æfingasvæði til
slökkvistarfa hefur fjórfaldast miðað
við aðstöðuna í gamla skipinu en
þetta svæði var innréttað á bílaþilfar-
inu sem áður var. Nýja æfingasvæðið
skapar okkur líka möguleika til að vera
með mismunandi stig í þjálfuninni en
slíkt fer eftir því hvort um byrjendur
er að ræða eða framhaldsnámskeið.
Öll viðhaldsaðstaða er sömuleiðis
gjörbreytt frá því sem var áður. Skipið
Ljóstnytidir: Jóhann ÓlafUr Halldórsson