Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 45
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
inni DFC, 1250 kVA sem eingöngu
knýr togspilin. Týristorsafriðill (drif)
sér um að breyta riðstraumi í jafn-
straum fyrir vindumótorana og stjórn-
tölva stjórnar álagi, togkrafti og tog-
hraða.
Grandaravindur eru alls sex.
Flottrollstromla Norwinch, fjögur bak-
stroffuspil og tvö úthalaraspil fyrir
trollin og pokagils.
Nýr losunarkrani er frá Vélasölunni
ehf. af gerðinni TRIPLEX KN 50 tonn-
metrar með spili.
Vélbúnaður
Aðalvél skipsins er S.E.M.T. Pielstick,
átta strokka fjórgengisvél með for-
þjöppu og eftirkælingu. Vélin var yfir-
farin í breytingunum, snúnigshraði
hennar aukinn um 20 sn/mín og er
hún nú 3200 hestöfl við 100% álag í
stað 2500 áður. 3200 hestafla skrúfugír
frá Valmet af gerðinni Ml-VAC-650 +
P525 + P525 var settur við vélina.
Skrúfugírinn er með kúplingu og
tveimur afl-út/inntökum, „Ice class 2".
Nýjum skrúfublöðum frá Kamewa var
komið fyrir á skrúfuhaus og skrúfan
stækkuð úr 2800 mm í 3200 mm í
þvermál. Á aflúttaki gírsins eru eins og
áður sagði úttök fyrir tvo rafala. Annar
rafallinn er nýr, frá AVK 1250 kVA af
gerðinni DFC, en hinn er gamall frá
Leroy Sommer 560 kVA. Skipið er búið
afldeili frá Naust Marine, „auto-gen
system" sem virkar á þann hátt að
hægt er að láta ljósavélar knýja minni
rafalann á skrúfuás og auka þannig
skrúfuafl skipsins. Með þessum búnaði
er mögulegt að keyra allt að 3200
hestöfl út á skrúfuás og eykst toggeta
þá úr u.þ.b. 32 tonnum í um 45 tonn.
í skipinu eru tvær hjálparvélar, ein
ný 970 kW Catepillar af gerðinni
3512, tólf strokka með afgastúrbínu og
eftirkæli. Við hana er 1250 kVA Stam-
ford rafall. Eldri Baudouin vél er af
gerðinni 6P15BR. Hún knýr 230 kVA
Við óskum útgerð og áhöfn
tii hamingju með breytingarnar á skipinu.
Básafell hf. valdi lausfrysti ásamt hönnun og
eftirlit með uppsetningu frá FRYSTIKERFI ehf
við endurnýjun á frystibúnaði í Orra ÍS-20
\S1 FRYSTIKERFI ehf
Vagnhöfði 12 • 112 Reykjavík Suðurgata 9 • 400 ísafirði
Sími 577 1444 • Fax 577 1445 Sími 456 5422 • Fax 456 4701
MÆ. 45