Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 34
verði að taka tengingu við umhverfis-
málin, alþjóðlegar hræringar sem
tengjast meintri ofveiði á fiskistofnum
í heimshöfunum, samspil umhverfis-
mála og markaða, Evrópumál og
margt annað.
„Þetta eru jafn stór mál fyrir fram-
tíðina og í raun stærri en þau sem
menn hafa verið uppteknastir af hér
heima fyrir. Það mun verða til lítils að
þrátta um hvernig eigi að skipta
meintum gróða af sjávarútvegi hér
heima fyrir ef þær hræringar verða í
alheimsviðskiptum með sjávarafurðir
og okkur íslendingum mistekst að
kynna okkar málstað og afla honum
stuðnings. Mér finnst mjög miður ef
menn sjá ekki út úr umræðunni hér
heima og fást ekki til að horfast í augu
við þessa mynd," segir Steingrímur.
Koma verður fram með
raunhæfar tillögur
Steingrímur á ekki von á að þegar
kemur að kosningum verði mikill
munur á áhersluatriðum í sjávarút-
vegsmálum milli flokka.
„Ég er ekki viss um að þeim sem
hæst tala um þessi mál muni takast að
útfæra og skýra stefnu sem kjósendur
muni eiga auðvelt með að átta sig á.
Vandinn er sá að menn hafa talað
geysilega hátt og hrópað um ranglæti,
galla á fiskveiðistjórnuninni, kvóta-
brask og auðsöfnun. Margt má þar til
sanns vegar færa að farið hafi úrskeiðis
en ég bendi hins vegar á að þeir hinir
sömu hafa sáralítið lagt af mörkum til
að útfæra raunhæfar tillögur í þeim
efnum. Hvernig á að taka á þessum
þáttum og hvaða breytingar eru það
þá í formi lagafrumvarpa um breyting-
ar á lögum um stjórn fiskveiða sem
menn ætla að leggja til? Ég tæki því
fagnandi ef menn kæmu málunum á
skýrari grunn þannig að hægt sé að
festa hönd á hvað er á bak við upp-
hrópa+nirnar."
ORRIIS 20
Klnternational
Stórhöfða 44, Reykjavík. Sími 567 4400, Fax 567 4410
Umboðsaðilar INTERNATIONAL PAINTS á íslandi
Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með breytingarnar.
Skipið er allt málað með INTERNATIONAL
skipamálningu frá HÖRPU HF.
34 ÆGIR