Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 36
Sóknarbátar
í níu daga á sjó?
Samkvæmt auglýsingu frá sjávarút-
vegsráðuneytinu hafa smábátar í
sóknardagakerfi leyfi til að stunda
veiðar í níu daga á nýhöfnu fisk-
veiðiári. Sóknardögunum fækkar
þannig um 31 frá síðasta fiskveiðiári
og er ástæðan hinn mikli afli
bátanna í sumar. Aflinn fór þannig
langt fram yfir viðmiðunarmörk en
samkvæmt lögum þýðir slíkt að
skerðing kemur á dagafjölda næsta
fiskveiðiárs á eftir.
Mikil fækkun er á sóknardögum
þessara báta á tveimur árum því á
fiskveiðiárinu 1996/1997 voru dag-
arnir 80 talsins.
Forsvarsmenn Landssambands
smábátaeigenda telja að þessi
fækkun daga sé alls óviðunandi og
að setja þurfi lágmarksdagafjölda í
kerfið. Eðlilegt sé að miða við 40
daga en á engan hátt sé raunhæft að
gera ráð fyrir að annar eins afli
verði hjá smábátunum á næsta ári
eins og raun varð á nú í sumar og
vor.
Viðræður standa yfir milli sjávar-
útvegsráðuneytis og LS þar sem
farið er yfir málið í heild sinni og á
meðan þær standa yfir er ekki hægt
að fullyrða að auglýsing ráðuneytis-
ins um aðeins níu daga standi. Þar á
bæ er bent á að á sínum tíma hafi
verið gert samkomulag um hlut
smábáta í leyfilegum þorskafla og
við það þurfi að miða.
sakir eignuðust kaupmenn hákarlaskipin
smátn saman, og varð það aðallega með
tvennu móti. Þegar losnaði um skip eða
skipshluta og seija skyldi, þótti fáum fysi-
legt að kaupa, öðrum en verzlununum.
Kaupmönnum var ijóst, að þótt enginn
sœist gróðinn á rekstrarreikningi skiþsins,
gaf lýsissaian jafnan mikið í aðra hönd.
Þess vegna fýsti þá að ná undir sig sem
mestu af skipastólnum. Hinn hátturinn
var ekki sjaldgœfur, að kaupmenn yfir-
tœkju skipin vegna skulda. Lánuðu þeir
útvegsmönnum veiðarfœri og varning all-
an tii skipanna, svo að skuidir hrúguðust
upp, ef illa gekk aflinn. Var þá naumast
um annað að gera hjá bœndum en losa
sig við skipin, enda stóð ekki á kaup-
mönnum að veita þeim viðtöku. (Gils
Guðmundsson 1977. Skútuöldin 2,
230-232).
Jón Hjaltason andmælir þessari
skoðun Gils. Hann bendir á, að árið
1894 hafi tuttugu þilskip verið gerð út
við Eyjafjörð, þar af voru þrjú í Siglu-
firði, eitt í Fljótum, þrjú í Arnarnes-
hreppi, en þrettán á Akureyri. Af þess-
um þrettán voru aðeins þrjú skip að
öllu leyti í eigu manna, sem búsettir
voru á Akureyri. (Jón Hjaltason 1994.
Saga Akureyrar II, 233).
Jón bendir einnig á og styður með
tilvitnunum í frumheimildir, að það
hafi einkum verið íslenskir útgerðar-
menn og kaupmenn, sem höfðu for-
göngu um flutning þilskipaútgerðar-
innar til Akureyrar, en ekki dönsku
selstöðukaupmennirnir. Síðan segir:
Bœndurnir voru því hreint ekki að
ganga til samstarfs við neina danska
gróssera og stór verslunarfyrirtœki á Ak-
ureyri um þilskipaútgerðina. Og það var
síður en svo að kaupmennirnir hefðu ein-
hvem áhuga á því að sölsa undir sig þil-
skipaflotann, hvað þá að þeir hafi gengið
hart fram í þeirri viðleitni. En bœndur
sáu sér hag í því að gera út frá Akureyri
og í kaupstaðnum var að finna athafna-
menn er voru tilbúnir að taka áhœttu - og
hver vildi ekki fá þá Havsteens-frœndur
eða Tryggva Gunnarsson í samlag við sig
um útgerðina?
Hin hagnýta hlið þess að gera út frá
Akureyri var líka auðskiljanleg. Árið
1866 höfðu Höpfher og Steincke látið
reisa lifrarbrœðslu á Torfunefi sem Akur-
eyringar kölluðu Grúthúsin, nefið Grútar-
nef eftir þeim og lœkinn niður Grófargilið
Gnítarlœk. Nú gátu út\>egsbœndur losnað
frá hinu óþrifalega og vandasama starfi
að brœða lýsið sjálfir, hver í sínu horni.
Með því aö greiða á milli tvœr og þrjár
krónur fyrir tunnuna - taxtinn var mis-
jafii frá ári til árs - fengu þeir lifrina
brœdda bxði fljótt og vel á Torfunefi og
höfðu oft betra lýsi að seija kaupmönnum
en ef þeir hefðu sjálfir brœtt lifrina. Það
varð ekki heldur til að draga úr siglingum
drekkhlaðinna hákarlaskipa inn fjörðinn
þegar Gránufélagið hófað gufubrœða lýsi
á Oddeyri árið 1883. (Jón Hjaltason
1994. Saga Akureyrar 2, 234).
Tilkoma steinolíunnar
skipti töluverðu máli
Hér ber óneitanlega býsna mikið í
milli í skoðunum og í rauninni eru
þeir Jón og Gils ekki sammála um
neima eitt atriði: að þungamiðja þil-
skipaútgerðarinnar hafi flust til Akur-
eyrar. Höfundur þessara lína er fús að
taka undir það með Gils, að harðindin
á 9. áratugnum hafi valdið bændum
og útgerð þeirra búsifjum, en er að
öðru leyti sammálajóni.
Hvorugur þeirra tvímenninganna
getur þó atriðis, sem ég hygg að skipti
miklu og hafi jafnvel ráðið úrslitum
um að þilskipaútgerðin fluttist að
verulegu leyti til Akureyrar á síðasta
fjórðungi 19. aldar, og að öllu leyti eft-
ir að kom fram yfir aldamótin.
í fyrri grein um þilskipaútveg Ey-
firðinga var lauslega drepið á það, að
fram um 1870 var hákarlalýsi einkum
flutt utan sem ljósmeti. Það var notað
til að lýsa upp stræti og húsakynni í
borgum Evrópu. Á meðan svo var, var
mikil eftirspurn eftir lýsinu og verð á
því hátt. Á 7. áratugnum var hins veg-
ar tekið að flytja til Evrópu frá Amer-
íku nýjan ljósgjafa, sem kallaðist stein-
olía. Fyrsti farmurinn, 5.000 pund, var
36 MCilU