Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 12
Lýsistunnur bíða útflutnings. Lengstum hefur útflutningur Lýsis hf. verið í þessu formi en á undanfómum árum hefur fullunnin neytendavara frá fyrirtœkinu rutt sér vemlega til nirns, jafnt á heimamarkaði sem og í útflutningi. 30-40 landa á ári og eins og áður segir hefur fyrirtækið flutt vörur til yfir 100 landa undangengin 60 ár. Baldur seg- ist efins um að til séu vöruflokkar í hópi íslenskra sjávarafurða sem farið hafi jafn vítt um heiminn í beinum útflutningi frá íslandi. „í dag er okkar staða sú hvað varðar neytendavörurnar að við erum með þær í sjö þjóðlöndum og vinnum að skráningu í fleiri löndum. Til að mynda reikna ég með að vörur okkar komist á markað í Malasíu strax eftir áramótin og jafnframt erum við að skoða markaðsmöguleika í Tyrklandi og Egyptalandi. Það er eftirtektarvert að mörg af þeim löndum sem við för- um inn á eru fyrrverandi breskar ný- lendur en Bretarnir virðast hafa kennt fólki í þessum löndum að taka inn lýsi og þar af leiðandi er lýsið þekkt vara. Fólk tekur það inn af tveimur ástæð- um, annars vegar vegna A og D vítamína, rétt eins og við íslendingar gerðum hér áður fyrr, og hins vegar vegna omega-3 fitusýra sem eru í lýs- inu," segir Baldur. Mörg atriði skipta máli við val á nýjum markaðslöndum fyrir íslenskt lýsi í neytendaumbúðum. Fyrst og fremst er horft til hefðarinnar fyrir neyslu á lýsi í viðkomandi landi en Baldur segir að stærstu möguleikar á nýju mörkuðunum hafi skapast með breytingu Austur-Evrópulanda til lýð- ræðisáttar á undanförnum árum. í þessum löndum, t.d. Póllandi og baltnesku löndunum, höfðu opinber fyrirtæki pakkað lýsi í neytendaum- búðir en þegar ríkisbúskapurinn hrundi þá vorum við fyrstir til að koma inn á markaðinn með þessa vöru og svara þannig mikilli eftir- spurn. Einn okkar stærsti neytenda- markaður erlendis er Pólland og við erum ennþá einir á þeim markaði. Sömuleiðis erum við með mjög góða markaðsstöðu í baltnesku löndunum, sér í lagi í Litháen. Þarna búum við að því að hafa verið fyrstir á markaðinn eftir umbreytingarnar og að hafa uppá að bjóða góða neytendavöru." Lýsið mun nálgast náttúrulyfjamarkaðinn íslendingar eru því vanir að grípa lýs- isflöskurnar í hillum matvöruverslana og þykir ekki tiltökumál. Hertar reglu- gerðir um viðskipti með lýsi gera að verkum að í mörgum löndum hefur Lýsi hf. þurft að skrá sínar vörur sem náttúrulyf og kann að verða skammt að bíða þess að lýsið frá fyrirtækinu verði með slíka skráningu hér á landi. Árið 1995 fékk Lýsi hf. lyfjafram- leiðsluleyfi og það segir Baldur að hafi verið stórt skref fram á við. Fyrirtækið hafi verið það fyrsta í lýsisiðnaðinum til að fá lyfjaframleiðsluleyfi. Lysi - Danmark Lýsi hf. á 90% eignarhlut í danska fyrirtækinu Lysi - Dan- tnark. Fyrirtækið er dreif- ingaraðili á framleiðsluvörum Lýsis en eignaðarili á móti Lýsi hf. í fyrirtækinu er umboðsmaður Lýsis í Danmörku. Velta skiptist til helminga milti neytendavöru og sölu á lýsi í tunnum og stærri einingum. IS-France Lýsi hf. á 34% eignarhlut í fyrir- tækinu IS-France í Frakklandi. Fyrirtækið framleiðir og selur vör- ur unnar úr háfalýsi sem eru not- aðar í snyrtivöruiðnaðinum, sér í lagi þekktum frönskum snyrti- vöruframleiðendum. 12 SESR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.