Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Síða 12

Ægir - 01.09.1998, Síða 12
Lýsistunnur bíða útflutnings. Lengstum hefur útflutningur Lýsis hf. verið í þessu formi en á undanfómum árum hefur fullunnin neytendavara frá fyrirtœkinu rutt sér vemlega til nirns, jafnt á heimamarkaði sem og í útflutningi. 30-40 landa á ári og eins og áður segir hefur fyrirtækið flutt vörur til yfir 100 landa undangengin 60 ár. Baldur seg- ist efins um að til séu vöruflokkar í hópi íslenskra sjávarafurða sem farið hafi jafn vítt um heiminn í beinum útflutningi frá íslandi. „í dag er okkar staða sú hvað varðar neytendavörurnar að við erum með þær í sjö þjóðlöndum og vinnum að skráningu í fleiri löndum. Til að mynda reikna ég með að vörur okkar komist á markað í Malasíu strax eftir áramótin og jafnframt erum við að skoða markaðsmöguleika í Tyrklandi og Egyptalandi. Það er eftirtektarvert að mörg af þeim löndum sem við för- um inn á eru fyrrverandi breskar ný- lendur en Bretarnir virðast hafa kennt fólki í þessum löndum að taka inn lýsi og þar af leiðandi er lýsið þekkt vara. Fólk tekur það inn af tveimur ástæð- um, annars vegar vegna A og D vítamína, rétt eins og við íslendingar gerðum hér áður fyrr, og hins vegar vegna omega-3 fitusýra sem eru í lýs- inu," segir Baldur. Mörg atriði skipta máli við val á nýjum markaðslöndum fyrir íslenskt lýsi í neytendaumbúðum. Fyrst og fremst er horft til hefðarinnar fyrir neyslu á lýsi í viðkomandi landi en Baldur segir að stærstu möguleikar á nýju mörkuðunum hafi skapast með breytingu Austur-Evrópulanda til lýð- ræðisáttar á undanförnum árum. í þessum löndum, t.d. Póllandi og baltnesku löndunum, höfðu opinber fyrirtæki pakkað lýsi í neytendaum- búðir en þegar ríkisbúskapurinn hrundi þá vorum við fyrstir til að koma inn á markaðinn með þessa vöru og svara þannig mikilli eftir- spurn. Einn okkar stærsti neytenda- markaður erlendis er Pólland og við erum ennþá einir á þeim markaði. Sömuleiðis erum við með mjög góða markaðsstöðu í baltnesku löndunum, sér í lagi í Litháen. Þarna búum við að því að hafa verið fyrstir á markaðinn eftir umbreytingarnar og að hafa uppá að bjóða góða neytendavöru." Lýsið mun nálgast náttúrulyfjamarkaðinn íslendingar eru því vanir að grípa lýs- isflöskurnar í hillum matvöruverslana og þykir ekki tiltökumál. Hertar reglu- gerðir um viðskipti með lýsi gera að verkum að í mörgum löndum hefur Lýsi hf. þurft að skrá sínar vörur sem náttúrulyf og kann að verða skammt að bíða þess að lýsið frá fyrirtækinu verði með slíka skráningu hér á landi. Árið 1995 fékk Lýsi hf. lyfjafram- leiðsluleyfi og það segir Baldur að hafi verið stórt skref fram á við. Fyrirtækið hafi verið það fyrsta í lýsisiðnaðinum til að fá lyfjaframleiðsluleyfi. Lysi - Danmark Lýsi hf. á 90% eignarhlut í danska fyrirtækinu Lysi - Dan- tnark. Fyrirtækið er dreif- ingaraðili á framleiðsluvörum Lýsis en eignaðarili á móti Lýsi hf. í fyrirtækinu er umboðsmaður Lýsis í Danmörku. Velta skiptist til helminga milti neytendavöru og sölu á lýsi í tunnum og stærri einingum. IS-France Lýsi hf. á 34% eignarhlut í fyrir- tækinu IS-France í Frakklandi. Fyrirtækið framleiðir og selur vör- ur unnar úr háfalýsi sem eru not- aðar í snyrtivöruiðnaðinum, sér í lagi þekktum frönskum snyrti- vöruframleiðendum. 12 SESR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.