Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 16
Fyrirtœki Páls Benediktssonar, fréttamanns, rœðst í tugmilljóna verkefni með gerð 8 sjónvarpsþátta um íslenskan sjávarútveg: „Nauðsynlegt að fá dýpri umfjöllun um sjávarútveginn“ - þáttunum œtlað að verða framlag Ríkissjónvarpsins til sjávarútvegsins á aldamótaárinu Páll Benediktsson, fréttamaður á Sjónvarpinu, hefur fengið þriggja ára leyfi frá fréttastofunni til að vinna þáttaröð utn íslenskan sjávar- útveg. Til þessa verkefnis hefur Páll stofnað sitt eigið fyrirtæki, Arctic film ehf., og hafa mí þegar verið und- irritaðir saniningar við Ríkissjón- varpið unt sýnittgu á þáttaröðinni árið 2000. Hœgt er að fullyrða að Uér sé utn stórviðburð að rœða fyrir ís- lenskan sjávarútvegþvíþáttagerðin er stærsta verkeftti fyrir sjónvarp setn uiinið hefur verið hér á landi og að utnfangi og kostnaði er það eitts og gerð heillar bíómyndar. Þættirnir verða 8 talsins og verður Itver þáttur 50 mínútur að lengd. Páll vinnur þessa dagana að handritsgerð og öðr- um undirbúttingi fyrirþátta- gerðina ett tökur fara að mestu frain á næsta ári og síðan hef/ast klippingar og frágangur efnisins. Með því að velja aldamótaárið til sýn- inga þáttanna segir Páll að undirstrikað sé mikilvœgi sjávarútvegsins íþróun þjóð- félagsins á öldinni sem er að líða. „Þættirnir verða framlag Ríkissjón- varpsins á aldamótaárinu til höfuða- tvinnuvegar þjóðarinnar. Fyrr á öldum var landbúnaðurinn aðal atvinnuveg- ur íslendinga en á 20. öldinni tók sjáv- 16 ÆGIR ------------------------ arútvegur við því hlutverki og hefur haldið uppi þeim lífskjörum sem við búum við og þekkjum. Mér þótti því við hæfi að heiðra atvinnugreinina með þessu móti og flytja þjóðinni óð til sjávarútvegsins, ef svo má segja," svarar Páll þeirri spurningu í hvaða til- gangi þættirnir séu gerðir. Hann segir að þetta þýði ekki að þættirnir verði sögulegt yfirlit, enda hafi verið fram- leiddir þættir undir nafninu „Verstöð- in ísland" þar sem rakin sé sagan á öldinni. „Ég valdi hins vegar að rýna í stöðu sjávarútvegsins við aldamótin, haus- skera, roðfletta og flaka sjávarútveginn í heild sinni. Það þýðir að farið verður í dýpri umfjöllun um kvótakerfið, fisk- vinnsluna, útgerðina, markaðsmálin, nýtækni og þannig mætti áfram telja. Því til viðbótar er ætlunin að reyna að horfa fram í tímann og sjá íslenskan sjávarútveg í framtíðinni. Án þess að ég vilji opinbera of mik- „Mérþótti við hœfi að sýndir yrðu á aldamótaárinu þœttir til heiðurs sjávanitveginum sem vœru í senn frœðandi og skemmtilegir." ið hvað þetta þýðir efnislega þá má búast við að sú mynd sem verður dregin upp verði töluvert frábrugðin þeirri sem við þekkjum á landinu í dag," segir Páll og undirstrikar að sjáv- arútvegurinn takist á við margar spurningar í framtíðinni líkt og í dag, jafnt af efnahagslegum sem siðferði- legum toga. Tilraun til að lyfta umræðunni á hærra plan Að þessu umfangsmikla verkefni mun koma fjöldi manna og meðal þeirra má nefna Friðþjóf Helgason, kvik- myndatökumann Sjónvarpsins, og Hilmar Oddsson, kvikmyndaleikstjóra. Þá mun fjöldi hagfræðinga og annarra sérfræðinga taka þátt í úrvinnslu sér- tækra upplýsinga ýmis konar og segir Páll að búast megi við að í þáttunum verði settar fram sér- unnar upplýsingar um greinina sem ekki hafi sést áður. „En við leggjum að sama skapi mikið upp úr því að þættirnir verði skemmtilegir áhorfs og grípi þannig áhorfendur strax. Sjávar- útvegurinn er svo skemmtileg grein og fjölbreytt að það verður okkur vafalítið meira vandamál en hitt að koma því öllu að sem við viljum í aðeins átta þáttum," segir Páll. - Er þetta tilraun til að lyfta umræð- unni um sjávarútveg upp á hærra plan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.