Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 5

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Bjarni Kr. Grímsson, jiskimálastjóri: Umræða um fiskveiðistj órnun að er ekki nýtt að mikið sé talað um sjávarútveg hér á landi. Afkoma þjóðar- innar er mikið undir því komin hvernig til tekst í þessari grein. Sjávarútvegurinn og nýting auðlindarinnar er þó mjög áberandi núna og kemur tvennt til, annars vegar að Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu yfirstandandi ár sem ár hafsins og einnig hitt að á þessu ári voru sveitarstjórnar- kosningar og næsta vor verða Alþingiskosningar. Það hefur því verið fjör í pólitíkinni og fyrir- sjáanlegt að svo verði áfram fram á næsta vor, með sameiningum flokka, klofningi flokka og nýjum flokkum. Allir vilja gera sínum kjósendum til hæfis og bjóða margþættar lausnir. Það fyrsta sem menn ræða um er skipulag sjávarútvegs, þ.e. þá spurningu hvort eigi að breyta kvótakerfinu og þá hvernig. Hvaða áhrif hefur fiskveiðistjórnunin á byggðir landsins? Og er verið að færa einstaka mönnum eða fyrirtækjum ómældan auð? Þannig mætti áfram telja. Allt er þetta margendurtekið og hver er með sína útgáfu og lausnir. En hugum aðeins að aðstæðum og skoðum málið frá enn einum sjónarhólnum. Það er ljóst að miklar tæknilegar framfarir hafa orðið í fiskveiðum á síðustu tveimur áratugum, bæði er varðar stór skip og litla báta (trillur). Einnig hafa orðið miklar tæknilegar framfarir í fiskvinnslu og þetta hvort tveggja hefur haft mikið að segja um þróun í sjávarútvegi án tillits til fiskveiðistjórnunar. Þá má ekki gleyma að á sama tíma hefur orðið alger bylting í flutningum og samgöngum almennt og það eitt og sér hefur haft óhemju mikil áhrif á byggðir og þróun í sjávarútvegi. Af þessu leiði ég þá ályktun mína, að tæknilegar framfarir og samgöngur hafi haft gífurlega mikil áhrif í sjávarútvegi og reyndar öllu þjóðfélaginu og þau séu á engan hátt nægjanlega metin þegar horft er til síðustu tveggja áratuga og að menn freistist til að skella öllu sem á þeim tíma hefur gerst, jákvæðu eða neikvæðu, á kvótasetningu eða fiskveiðistjórnun. Þessu til stuðnings vil ég benda á þá miklu byggðaröskun sem varð með tilkomu vélbátanna í byrjun þessarar aldar og þá viðhorfs- breytingu sem aukið þéttbýli og kröfur um aðbúnað og lífsgæði höfðu á atvinnuvegina og byggðir á þeim tíma. Það er fallegt á Hornströndum og í Jökulfjörðum vestra og veiðist vel, en það hefur enginn fasta búsetu þar og hefur ekki haft í áratugi. Það var ekkert kvótakerfi í sjávarútvegi sem varð til þessa, heldur tæknilegar farmfarir og ný viðhorf til lífsgæða. Dæmi af þessu tagi má finna um allt land og þessi þróun hefur ekki stöðvast, bara tekið á sig aðrar myndir. Það er almennt samþykkt að fiskimiðunum í kringum landið okkar verður að stjórna, spurningin er hvernig við gerum það. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur bæði kosti og galla. Við mat á þeim verður að hafa áðurnefnd atriði í huga og skilja á milli hvað hefði gerst hvort sem er án kvótakerfisins og síðan hvaða áhrif hafði kvótakerfið. Sjávarútvegur hefur alla þessa öld verið notaður sem millifærsluleið í atvinnu- og byggðarmálum, og einnig í hrossakaupum stjórnmálanna. Það er mjög mikilvægt að á næstu mánuðum verði sú leið ekki farin eina ferðina enn. Það verður að tryggja að sjávarútvegurinn búi við lífvænleg skilyrði, sem grundvallar- atvinnuvegur þjóðarinnar í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Verði niðurstaðan úr hinu pólitíska vafstri, að kerfinu verði breytt, þá verður slíkt markmið að varða veginn. mm 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.