Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1998, Page 50

Ægir - 01.09.1998, Page 50
Askur er í eigu Ljósavíkur hf. í Þor- lákshöfn sem gerir út Hersir ÁR 2 og Gissur ÁR 6. Útgerðarstjóri er Stein- grímur Erlingsson og framkvæmdar- stjóri er Guðmundur Baldursson. Skipstjóri Asks ÁR 4 er Gissur Bald- ursson, yfirvélstjóri Sæmundur Guð- laugsson og stýrimaður Snæbjörn Ólafsson. Almenn lýsing Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki 1A1, „Stern Trawler", Ice 1-C MV. Skipið er skuttogari með tvö heil þilför milli stefna, perustefni, skutrennu upp á efra þilfar, bakkaþil- far á fremri hluta efra þilfars og brú á miðju efra bakkaþilfari. Rými undir aðalþilfari Undir aðalþilfari er skipinu skipt með fimm vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými, talið framan frá: Stafn- hylki fyrir sjókjölfestu, hágeyma fyrir brennsluolíu, frystilest með botn- geymum fyrir brennsluolíu, vélarúm með botngeymum fyrir ferskvatn í síð- um og aftast skutgeymar fyrir brennsluolíu, ásamt set- og daggeym- um. Aðalþilfar Fremst á aðalþilfari er keðjukassi, þar fyrir aftan efri frystilest sem er notuð sem umbúðageymsla og nær yfir breidd skipsins. Þá er vinnsluþilfar með stakkageymslu og snyrtingu bak- borðsmegin framan til. Aftan við vinnsluþilfarið er fiskimóttaka og til hliðar við hana bakborðsmegin er verkstæði og stigahús vélarúms, en stjórnborðsmegin er rými fyrir afgas- ketil og smurolíutanka. Stýrisvélinni er komið fyrir í holrýminu undir skut- rennu. Efra þilfar Fremst á efra þilfari, stjórnborðs- og bakborðsmegin úti í síðum eru þilfars- hús. Á milli þeirra eru bobbingarenn- Helstu mál og stærðir Aðalmál: Mesta lengd (Loa).................................................51,81 m Skráð lengd.........................................................46,19 Lengd milli lóðlína.................................................44,20 m Breidd (mótuð)......................................................10,40 m Dýpt að efraþilfari..................................................7,28 m Rými og stærðir:* Eiginþyngd......................................................1125 tonn Særými við 5,1 m djúpristu......................................1485 tonn Lestarrými.......................................................-1000 m3 Brennsluolíugeymar.................................................215 m3 Kjölfestugeymar, sjór eða olía...................................130,5 m3 Ferskvatnsgeymar................................................22,5 tonn Vökvaolíugeymar....................................................8,9 m3 Spillilolíugeymir................................................. 1,9 m3 Andveltitankur, eldsneyti.........................................24,6 m3 Mæling: Rúmlestatala.................................................Brl 605,36 Brúttótonnatala.............................................BT 1103,00 Nettótonn....................................................NT 330,00 Rúmtala....................................................... 2206,5 m3 Aflvísir.............................................................6950 Reiknuð bryggjuspyrna...........................................32,0 tonn Skipaskrár númer.....................................................2332 * Byggt á gögnum frá Hersi ÁR 2 ur, sem ná fram að stefni. í þilfarshús- um eru íbúðir fremst og þá neta- geymsla og verkstæði. Aftan til á efra þilfari eru sérbyggð hús úti í báðum síðum. Skorsteins- og geymsluhús stjórnborðsmegin, en dælurrými og stigahús bakborðsmegin. Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist hún í tvær bobbingarennur, sem liggja á milli íbúðanna úti í síðum og nær fram að stefni. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi. Togblakkir hanga í vökvaknúnum gálgum á skut- gálga. Pokamastur er sambyggt skut- gálga. Bakkaþilfar Yfir þilfarshúsum og bobbingarennum er bakkaþilfar sem nær aftur fyrir mitt skip. Aftast á bakkaþilfari er íbúðahús og brúin þar fyrir ofan. Aftan við brúnna, á bátaþilfari, er hífingamastur og losunarkrani. Stjórnborðsmegin á þilfarinu er slöngubátur í gálga. Rat- sjár- og ljósamastur eru á brúarþaki. Á bakkaþilfari fyrir framan brú er anker- isvinda í skýli og standa koppar vind- unnar út úr skýlinu. Uppganga fram á bakka er upp um lóðréttan stiga fremst úr bobbingarennu. Ibúðir Klefar og íbúðir eru fyrir 26 menn í 11 tveggja manna klefum, þremur eins manns klefum og sjúkraklefa. íbúðir eru á tveimur hæðum framskips, í síðuhúsum á efraþilfari og húsi á bakkaþilfari. Efra þilfar Tvö íbúðahús eru framskips á efra þil- fari út í hvorri síðu. Bobbingarenna 50 mm

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.