Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1998, Side 23

Ægir - 01.09.1998, Side 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs komin af staó: Upplýsingar um fisk- verðssamninga kallaðar inn Gera má ráö fyrir að á nœstu mánuðwn muni skýrast hvernig starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs fer af stöfhum. Skrifstofan safnar upplýsingum um alla fiskverðssamninga í landinu og vinnur í framhaldinu upplýsingar um fiskverð. œði Verðlagsstofa skiptaverðs og Kvótaþing hafa nú tekið til starfa en þessum stofnunum var komið á fót í kjölfar kjarasamninga útvegsmanna og sjómanna síðastlið- ið vor. Á undanfómum vikum hafa starfsmenn þessara stofnana kynnt starfsemina á ftmdum útvegsmanna út um landið, sem og á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva en nœstu mánuðir munu leiða í Ijós hvernig starfsemin fer afstöfnum. Ljóst er að starfsemi Kvótaþings er mjög um- deild en í umrœðunni hefur minna farið fyrir ádeilu á starf Verðlagsstof- unnar. Hún liefur nú þegar kallað eftir upplýsingum frá öllum útgerð- um um fiskverðssamninga milli út- gerða og sjómanna. Valtýr Hreiðarsson, forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs, segir vetrar- mánuðina leiða í ljós hvernig starfi stofunnar verði háttað en hann viður- kennir að átök um starf Kvótaþings geti haft áhrif enda séu stofnanirnar tengdar og í raun báðum komið á fót sem lausn á kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Valtýr bendir á að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi í raun ákveðinn grunn að byggja á, þ.e. starf úrskurðar- nefndar sjómanna og útvegsmanna á undanförnum árum. Sett voru lög á Alþingi síðastliðið vor um starfsemi Verðlagsstofunnar og úrskurðarnefnd- ina og þar segir að meginhlutverk Verðlagstofunnar verði að fylgjast með verði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Hún skal, sam- kvæmt lögunum, afla ítarlegra gagna um fiskverð og vinna á skipulegan hátt úr þeim sundurliðuð yfirlit um fiskverð miðað við einstök landssvæði, tiitekna viðskiptahætti, stærðar- og gæðaflokka. Stofunni er ætlað að birta upplýsingar um fiskverð þannig að þær gagnist útvegsmönnum, sjó- mönnum og fiskkaupendum sem best. Valtýr segir í samtali við Ægi að nú þegar hafi kynningarefni um starfsem- ina verið sent út til um 800 aðila í landinu, útvegsmanna sem og sjómanna, og er þar farið fram á við útgerðarmenn að þeir sendi inn upp- lýsingar um alla fiskverðssamninga milli útgerða og áhafna sem í gildi eru. „Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna hefur starfað frá 1995 og þann grunn höfum við til að byggja okkar starf á. Hins vegar munu næstu mán- uðir leiða í Ijós hvernig starfsemin þróast en ég á ekki von á öðru en upp- lýsingasöfnun gangi vel fyrir sig og að við eigum góða samvinnu við aðila um upplýsingasöfnunina. En ég tel að með bréfum sem við höfum sent út til útgerðarmanna, sjómanna, kynning- um á fundum og auglýsingum þá höf- um við kynnt starfsemina vel þannig að aðilar báðum megin borðs ættu að vita af okkur," segir Valtýr. ÆG1R 23

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.