Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Síða 6

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Síða 6
4 Um vítamínrannsóknir innlendra fæðutegunda hefur mjög lítið verið birt til þessa. A- og D-vítamín munu aðeins hafa verið mæld í lýsi ýmiss konar, og hefur að vísu verið um all víðtækar rannsóknir að ræða á því sviði (37). B^-vítamín hefur verið mælt (með spectrograph) í sýnishornum nokkurra matvæla (39) og C-vítamín (,,titratio“ með aðferð Tillmans) sömuleiðis (11). En yfirleitt eru þessar rannsóknir of strjálar til þess að hafa veru- legt gildi. Eins og nærri má geta, olli það oft erfiðleikum, er unnið var úr rannsóknum manneldisráðs frá 1939—40, hve lítið var um rannsóknir innlendra fæðutegunda við að styðjast, einkum varð- andi vítamínmagn. En bagalegastur þótti af ýmsum ástæðum skortur heimilda um C-vítamin. Er nú sýnt, að þetta hefur valdið nokkrum skekkj- um, en að vísu ekki svo, að meginmáli skipti um heildarniður- stöður. Manneldisráði var ljós þörfin á því, að afla meiri heimilda um magn næringarefna í íslenzkum matvælum, til þess að fá traust- ari stoðir undir frekari mataræðisrannsóknir, og hlutaðist til um, að byrjað væri á C-vítamínrannsóknum. En C-vítamín er það aukaefni, sem mestur skortur hefur verið á í viðurværi manna hér á landi á liðnum öldum. Og enn mun einna hættast við, að ónógt magn fáist af þessu efni, a. m. k. um nokkurra mánaða tíma ár hvert. Enda þótt rannsóknum þessum sé í ýmsum efnum áfátt, þótti rétt að staldra nú við og birta yfirlit yfir árangur þeirra. Er þess að vænta, að nokkurn stuðning megi af þeim hafa, m. a., er ráðizt verður í að gera úr garði íslenzka næringarefnatöflu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.