Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Síða 6
4
Um vítamínrannsóknir innlendra fæðutegunda hefur mjög
lítið verið birt til þessa. A- og D-vítamín munu aðeins hafa verið
mæld í lýsi ýmiss konar, og hefur að vísu verið um all víðtækar
rannsóknir að ræða á því sviði (37). B^-vítamín hefur verið mælt
(með spectrograph) í sýnishornum nokkurra matvæla (39) og
C-vítamín (,,titratio“ með aðferð Tillmans) sömuleiðis (11). En
yfirleitt eru þessar rannsóknir of strjálar til þess að hafa veru-
legt gildi.
Eins og nærri má geta, olli það oft erfiðleikum, er unnið var
úr rannsóknum manneldisráðs frá 1939—40, hve lítið var um
rannsóknir innlendra fæðutegunda við að styðjast, einkum varð-
andi vítamínmagn.
En bagalegastur þótti af ýmsum ástæðum skortur heimilda
um C-vítamin. Er nú sýnt, að þetta hefur valdið nokkrum skekkj-
um, en að vísu ekki svo, að meginmáli skipti um heildarniður-
stöður.
Manneldisráði var ljós þörfin á því, að afla meiri heimilda um
magn næringarefna í íslenzkum matvælum, til þess að fá traust-
ari stoðir undir frekari mataræðisrannsóknir, og hlutaðist til
um, að byrjað væri á C-vítamínrannsóknum. En C-vítamín
er það aukaefni, sem mestur skortur hefur verið á í viðurværi
manna hér á landi á liðnum öldum. Og enn mun einna hættast
við, að ónógt magn fáist af þessu efni, a. m. k. um nokkurra
mánaða tíma ár hvert.
Enda þótt rannsóknum þessum sé í ýmsum efnum áfátt, þótti
rétt að staldra nú við og birta yfirlit yfir árangur þeirra. Er
þess að vænta, að nokkurn stuðning megi af þeim hafa, m. a.,
er ráðizt verður í að gera úr garði íslenzka næringarefnatöflu.