Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 8
6
verið, sett í stautkvörn (mortar) og marið eða malað í samfellt
mauk, eftir að 20% tríklóredikssýru upplausn (oftast 2 eða 4 ml
fyrir hvert gramm) hafði verið hellt yfir það. örlítið af kvarz-
sandi var haft til að auðvelda mölunina. Vatni var og bætt við,
svo að sýrustyrkleikinn yrði 4%. Síðan var maukblandan skilin,
og þurfti sjaldnast að skilja lengi til þess að fá nokkum veginn
tæra upplausn yfir botnfallinn.
Til ákvörðunar C-vítamínsins var svo tekið hæfilegt magn af
upplausninni (stundum þynnt með 4% tríklóredikssýru) og sett
í tvö samstæð prófglös, jafn mikið í hvort, en ekki meira en 2
ml; væri tekið minna, var fyllt upp í 2 ml með tríklóredikssýru
(4%). Einnig var látið í bæði glösin, 4 ml af Na-acetat/ediks-
sýru jafna-upplausn (4 hlutar rúmmáls af M/1 edikssýru móti 1
hluta af M/1 upplausn af Na-acetati), pH ca 4,1.
1 annað glasið er nú bætt 2 ml af vatni og visir raflitsjár-
innar stilltur eftir þvi. Síðan er 2 ml af litarupplausninni (di-
chlorphenol-indophenol) bætt í hitt glasið og það sett í litsjána í
skyndi. Gefur vísirinn þá til kynna, hve mikið er eftir af. litnum,
eftir að prófupplausnin (úr sýnishorninu) hefur verkað á hann í
nokkrar sekúndur. Af samanburði við mælingargildi litarupp-
lausnarinnar, sem notuð var (2 ml) — en það er mælt á sama
hátt, að öðru leyti en því, að í stað upplausnar úr sýnishorninu
er notað sama magn af 4% tríklóredikssýru í bæði glösin — má
þá ráða, hve mikið hefur eyðzt af litefninu og þar með, hve
mikið hafi verið af C-vitamíni í prófupplausninni, hafi truflunar
ekki orðið vart frá öðrum efnum. Hefur aðferðinni verið lýst
nánar í nokkrum atriðum annars staðar (34; 35).
Ekki var að jafnaði hirt um að prófa fyrir dehydro-askor-
bínsýru, enda mun yfirleitt mega telja, að hún skipti ekki máli
við mat á C-vítamingildi matvæla. Magn hennar er að jafnaði
hverfandi lítið, en þar að auki er óvíst, að hve miklu leyti hún
kann að breytast aftur í askorbínsýru, svo að notum komi.