Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 17

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 17
15 Þess ber að gæta, að allar eiga þessar tölur við hráar kartöfl- ur. Það sem raunverulega fæst úr hverjum 100 g af kartöflum TAFLA 3. Áætlað mcðalmagn C-vítamíns i íslenzkum kartöflum á ýmsum tímum árs. Estimated av. values for Vitamin C in Icelandic potatoes. C-vítamín mg/lOOg September ..................... 18 ? Október ....................... 12 (10—14) Nóvember—Desember .............. 9 (8—10) Janúar—Mars..................... 7 (6—8) Apríl—Júní ..................... 6 (5—7) eins og þær falla til, verður nokkru minna vegna rýrnunar við matreiðslu og úrgangs; verður vikið að því síðar. Óhætt er að telja Gullauga beztu matarkartöflurnar þeirra, er almennt eru ræktaðar hér á landi, því að auk C-vítamínsins er meira í þeim af þurrefni og þar með orkuefnum, en í öðrum algengum afbrigðum hérlendum (28). Er því vel, að ræktun þessa afbrigðis hefur aukizt mjög í seinni tíð, svo að nú má gizka á, að helmingur uppskerunnar, eða því sem næst, sé Gull- auga. Verði áframhald á þessari þróun, leiðir af því, að hækka má áætlunartölurnar í töflu 3. Rauðar íslenzkar munu ganga einna næst að kostum, a. m. k. að því er C-vítamín varðar. Kartöfluneyzlan er ekki mikil hér á landi í samanburði við það, sem er víða annars staðar, en þó er það svo, að úr kartöfl- um fær þjóðin drýgstan skerf af C-vitamíninu. Samkvæmt athugunum á C-vítamínneyzlu landsmanna á ár- unum 1936—40 og 1941—45 — en þar var einkum stuðzt við framleiðslu- og verzlunarskýrslur — reyndust að meðaltali 42— 45% af heildarneyzlunni úr kartöflum fengin (33). En þar með er ekki öll sagan sögð, því að á mörgum heimilum mun þessi hlut- fallstala enn hærri um alllangt skeið á ári hverju, er lítið sem

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.