Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Side 28

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Side 28
26 haugarfa, má gera ráð fyrir 40—50 mg, en í grasi getur verið yfir 100 mg. „Blöð“ barrjurtanna eru hér engin undantekning, enda kunnu Indíánar að hagnýta sér þau. Kom það Cartíer og leiðangurs- mönnum hans að góðum notum, er þeir urðu að hafa vetursetu í Kanada 1535, illa búnir að vistum. Veiktust þeir nær allir af skyr- bjúg og margir létust. En er þeir fóru að drekka seyði af furu- barri, að hætti Indíána, skipti fljótlega um. Hinir sjúku tóku að hressast og urðu von bráðar heilir, og skyrbjúgur olli ekki mann- tjóni úr því. I einibarri mældust 28,6 mg, hafði það verið geymt í meira en tvo mánuði. Yfirleitt er langmest af C-vítamíni í blöðum jurtanna, en minna í stöngli og rót, en hlutföllin eru mjög mismunandi. Þótt mikið sé í sumum aldinum, er það venjulega minna en í blöðunum. Sennilega myndast askorbínsýra í blöðunum í sambandi við syk- urvinnslu úr kolsýru og vatni, enda svipar henni að gerð til hinna einföldustu sykurtegunda. Ber. Sólber eru allra berja C-vítamínauðugust, og þó að allmikið tapist af C-vítamíninu, þegar gerð er saft úr þeim til geymslu, eða mauk, getur svo mikið orðið eftir að um muni, þótt neyzlan sé ekki sérlega mikil. 1 ribsberjum er sæmilega mikið og eins í bláberjum. 1 dönsku næringarefnatöflunum er í ribsberjum talið vera 30 mg eða næst- um hið sama og meðaltalið reyndist hér (í sólberjum 175 mg), en í ensku töflunum 45 og hinum norsku 25 mg. Bláber munu lítið notuð annars staðar en hér á landi og hafa því lítið verið rannsökuð. I norsku töflunum er þeirra þó getið og talið vera í þeim 15 mg, en samkvæmt öðrum norskum athug- unum (22) 18—25 mg.*) Er berin voru rannsökuð í heilu lagi, gætti nokkuð truflandi áhrifa vegna áframhaldandi aflitunar próflitarins (dichlorphenol- ) Sbr. og neSanmálsgrein á bls. 29.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.