Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Side 30

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Side 30
28 en um eða undir 10 mg í þessum berjum. Tilsvarandi tölur eru 5 í norsku og 6 í dönsku töflunum. Athyglisvert er, hve mikill mun- ur er á bláberjum og aðalbláberjum, þótt um náskyldar tegundir sé að ræða, en hið sama má raunar einnig segja um sólber og ribsber. Krækiber. I krækiberjum var svo mikið af annarlegum efn- um, er afsýra og aflita próflitinn, að miklum erfiðleikum olli; en auk þess var litarefni berjanna, sem breytist eftir sýrustiginu (pH), mjög til baga. Vegna þess, hve vítamínrýr berin eru, var ekki fært að þynna upplausnina úr þeim svo sem þurft hefði, til þess að draga nægilega úr áhrifum þessara efna. Þó að aflitun próflitarins væri lesin svo fljótt sem mögulegt var, þ. e. um 5 sekúndum eftir að litnum var bætt í berjaupp- lausnina, var sýnilegt, að önnur efni en askorbínsýra voru þegar farin að láta að sér kveða, þótt hægvirkari væru. Til þess að geta fengið nokkra hugmynd um þátt hinna annar- legu efna í aflituninni, var nú lesningin endurtekin nokkrum sinn- um með stuttu millibili og mælingargildin mörkuð á línuritsblað 6. mynd. Mæling áframhaldandi aflitunar próflits í raflitsjá. Recording of conúnuing reduction of dichlorophenol-indophenol by an extract from crow berries (Photoelectric Colorimeter, Optical Density Scale).

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.