Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Qupperneq 36
34
TAFLA 11.
E _ C-vítamín, mg/100 g Meðaltal Average mg/lOOg
Fæðutegund Foodstuff Sýnisho Samplea Einstök sýnishorn Individual samples mg/lOOg Athugasemdir Notes
Lifur (kind) Liver ísheepj 7 30,0; 19,8; 24,4; 25,1; 16,4; 34,3; 24,3 24,9 Geymd í kæliskáp 1 d. eða fleiri.
Nýru (kind) Kidney 2 11,7; 6,0 8,8
Hjarta (kind) Heart 1 1,6?
Kjöt (kind) Meat 3 0.18; 0,43; 0,36 0,32 Nýtt og fryst.
Hangikjöt SmoJced meat 2 1,2?; 0,4 0,8?
Blóð (kind) Blood serum (sheep) 3 0,43; 0,10; 0,11 0,21 Úr sláturhúsi. Blóðvatn.
Blóð (kýr) Blood serum ícow) 8 0,30; 0,24; 0,31; 0,26; 0,40; 0,23; 0,23; 0,36 0,29 Tekið úr æð sama d. Blóðvatn.
Heimildum, sem greina mun meira í kjöti en hér hefur fundizt,
1—2 mg eða jafnvel enn meira, er varlega treystandi, því að þar
mun oftast dæmt eftir stigmælingu (titratio), en þannig fást oft
of háar tölur, þegar um ýmsa vefi eða líffæri dýra er að ræða,
vegna truflandi áhrifa annarlegra efna (sbr. bls. 5).
Enda þótt sjálft kjötið sé þannig snautt af C-vítamíni, má samt
takast að lifa á kjöti einu matar, a. m. k. ef þar með eru talin
innri líffæri, svo sem lifur, nýru o. fl., því að í þessum líffærum
getur verið nægilega mikið af C-vítamíni til uppjöfnunar, sé
þeirra neytt jöfnum höndum og án þess að spillt sé til muna í
geymslu eða matreiðslu. En nokkuð kann þetta að vera misjafnt
eftir því hvaða dýr er um að ræða.
Blóð (blóðvatn). Kindablóð var fengið úr sláturhúsi, en við-
búið er, að nokkuð hafi tapazt af vítamíninu, er hrært var í blóð-
inu til aftrefjunar, enda var meira í blóði úr kúm, en það var
tekið beint úr æð. Geta má hér til samanburðar nýlegra rann-
sókna erlendis á blóði fjölmargra gripa (31), en samkvæmt
þeim var meðalmagn C-vítamíns 0,34 mg/100 ml í kinda- og