Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 57
55
fyrstu klukkustundirnar eftir að prófskammturinn er tekinn,
mundi það gera prófið helzt til umstangsmikið til hóprannsókna.
En ef þriggja stunda sýnishorn er látið nægja — og helzt ætti
ekki að miða við skemmri tíma — virtist svo, að tíminn frá 3—6
klst. eftir inntöku prófskammtsins væri einna heppilegastur.
Annað, sem miklu máli skiptir um áreiðanleika prófsins er,
hvort öll askorbínsýran, sem tekin er inn og ekki kemur aftur
fram í þvaginu, hafi runnið til vefjanna og safnazt þar, unz
þeir eru mettaðir. Virðist hafa verið gengið út frá því í upphafi,
að svo sé, og því auðvelt að mæla, hve mikið vanti á mettun
hverju sinni; þannig teldist t. d. þurrðin, miðað við mettun, hafa
numið allt að 2,1 g, ef þrjá 700 mg skammta hefði þurft til mett-
unar (16).
Svo einfalt er þetta þó ekki. Áðurnefndar tilraunir (34) sýndu,
að ekki kom nema í mesta lagi 50—60% af prófskammtinum
(700 mg/70 kg) fram í þvaginu, eftir að fullri mettun var náð,
og væri enn haldið áfram að gefa sömu skammta af askorbín-
sýru, dró jafnvel nokkuð úr brottfærslunni. Virðist þetta benda
til þess, að mikill hluti hinna stóru skammta hafi eyðzt með ein-
hverjum hætti.
Víst má telja, að askorbínsýra geti brunnið í líkamanum líkt
og sykur (9), kveður sennilega allmikið að því, þegar mikið berst
að í einu, og er trúlegt, að aukinn bruni valdi, er brottfærslan
minnkar eftir mettunina, þrátt fyrir óbreytta aðfærslu.
Einnig má vera, að nokkuð af askorbínsýrunni eyðist í melt-
ingarfærunum, þegar mikið er tekið inn í einu, og getur margt
stuðlað að því. Hefur t. d. verið talið líklegt, af árangri saman-
burðar tilrauna, að meira tapist þar, ef prófskammturinn er tek-
inn á fastandi maga en ella (5), þó að ekki hafi fengizt bein sönn-
un fyrir því, að svo hafi verið, fremur en hitt, að bruninn hafi
þá verið aukinn.
Nú verður að vísu ekki fullyrt, að jafnmikil afföll verði af próf-
skömmtunum fyrir sem eftir mettun, er t. d. hugsanlegt, að brun-
inn væri nokkru minni fram að mettun, vafalítið eru þau þó alltaf
töluverð, og sjálfsagt misjafnlega mikil. En meðan ekki er vitað,
hve mikið fer forgörðum, verður ekki séð, hve mikill hluti próf-