Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Síða 58
56
skammtsins hefur safnazt fyrir. Og því verður ekki um það dæmt
hverju sinni, hve mikið hafi raunverulega vantað á mettun, þó
að mettunarpróf hafi sýnt, að svo eða svo marga skammta hafi
þurft, til að fá fram svörun í þvagi.
Dregur þetta óneitanlega nokkuð úr gildi mettunarprófsins til
mats á C-vítamínbúskap manna, einkum þegar um einstaklinga
eða fámenna hópa er að ræða. Sýnist lítill vafi á, að mælingar
C-vítamíns í blóði eða blóðvökva muni yfirleitt gefa betri raun
— eins og fram kemur í samanburðinum, sem hér hefur verið
greint frá — þó að gildi þeirra sé einnig takmörkunum háð.
Þó verður ekki fyrir það synjað, að not megi hafa af mettunar-
prófinu til hóprannsókna, þegar um allstóra samstæða hópa er
að ræða, enda hefur því aðallega verið beitt þannig. Við rann-
sókn á skólabörnum getur það talizt kostur, að losna við blóð-
töku úr æð.
C-vítamín í konumjólk.
Rannsökuð voru, í samvinnu við Skúla Thoroddsen lækni, 83
sýnishom af mjólk frá 69 sængurkonum á tímabilinu 4. janúar
til 8. apríl 1946, en konurnar voru á fæðingardeild Landspítal-
ans, og annaðist yfirljósmóðirin, Jóhanna Friðriksdóttir, töku
sýnishornanna. Hefur verið skýrt frá þessum rannsóknum annars
staðar (36) og verður hér aðeins getið hins helzt.
Frá 9 konum voru tekin fleiri sýnishorn en eitt, hið fyrsta á 3.
eða 4. degi frá fræðingu, en hin nokkrum dögum síðar og allt að
TAFLA 19.
C-vítamín í konumjólk.
Vitamin C in human milk.
Rannsóknartími Date of examination Fjöldi kvenna Number of women Minnst Minimum C-vítamín mg/100 ml Mest Meðaltal Maximum Average
Janúar 19 1,69 — 7,51 5,29
Febrúar 28 2,86 — 6,40 4,94
Marz til 8. apríl 22 1,84 — 6,36 4,57
Samtals (Totál) 69 1,69 — 7,51 4,91