Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 59

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 59
57 9 dögum eftir fæðingu. Oftar en hitt minnkaði C-vítamínmagnið nokkuð, er lengra leið frá fæðingu, en jókst stundum. Yfirleitt voru flest sýnishornin tekin á 3.—7. degi frá fæð- ingu, en flokkun eftir dögum, innan þessa bils, sýndi ekki ótví- ræðan mun á vítamínmagninu. Meðalmagn C-vítamíns í mjólk allra kvennanna 69 var 4,91 mg í 100 ml eða 49,1 mg í lítra, og voru 60 þeirra (87%) innan mark- anna, 3,5—6,5 mg/100 ml. Nokkurrar lækkunar varð vart, er á leið veturinn, eins og tafla 19 sýnir, og er það í samræmi við árs- tíðasveiflur á C-vítamínmagni í blóði, enda hafa aðrar rann- sóknir leitt í ljós tilsvarandi sveiflur í mjólk kvenna. Yfirleitt reyndist nokkru meira af C-vítamíni í mjólkinni en búast hefði mátt við á þessum tíma árs, og má til samanburðar benda á niðurstöður allvíðtækra rannsókna hér að lútandi, er gerðar hafa verið í Englandi (23) og Danmörku (8), en þar náði meðaltalið á fyrsta ársfjórðungi ekki 4 mg. Þykir ekki ólíklegt, að allmargar kvennanna hafi neytt C-víta- mínauðugra ávaxta (appelsínur, sítrónur) síðasta hluta með- göngutímans, en ekki tókst að fá fullnægjandi upplýsingar um það. I sængurlegunni var áætlað, að þær hefðu fengið um 30 mg að meðaltali í dagsfæði. Það er áberandi, hve miklu meira er yfirleitt af C-vítamíni í konumjólk en kúa. Börn, sem fá pela eingöngu — kúamjólk bland- aða sykurvatni —- fá því miklu minna af C-vítamíni en þau, sem eru á brjósti, og þurfa að fá viðbót annars staðar frá. C-vítamín í nýrnahúfum og lifur. C-vítamín má finna í öllum vefjum líkamans, en mjög er því misskipt. 1 vöðvum er lítið af því og eins í blóði, en í ýmsum líffærum er allmikið. Sérstaklega er áberandi, hve mikið er af þessu vítamíni í nýrnahúfum. Er talið liklegt, að söfnun C-víta- míns í nýrnahúfum sé að einhverju leyti í sambandi við hormón- framleiðslu þeirra, þó að ekki sé enn ljóst, hvernig því er háttað. Líku máli gegnir og um heiladingulinn, enda er náið samstarf með þessum líffærum. 8

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.