Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 60

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 60
58 í lifur er magn C-vítamínsins að vísu miklu minna, miðað við þyngdareiningu, en í nýrnahúfum, en stærð hennar vegur það margfaldlega upp, og er heildarmagnið margfalt meira þar en í nokkru öðru líffæri, enda má líta á lifrina sem aðalbirgðastöð líkamans fyrir C-vítamín. Með góðfúslegri fyrirgreiðslu þeirra N. Dungal prófessors og Þórarins Sveinssonar læknis, gafst tækifæri til að mæla C-víta- mín í nýrnahúfum úr 59 manns og í sýnishomum af lifur úr 38 þeirra. 1 nokkrum tilfellum voru þessi líffæri farin að láta svo mikið á sjá, að mælingum þótti ekki treystandi, og eitt sinn var mestallur vefur nýrnahúfnanna eyddur af blæðingu. Eru þessar mælingar ekki taldar með í töflu 20, og nær yfirlit hennar því aðeins til 55 manns (36 að því er varðar lifur). Talið hefur verið, að ýmsir sjúkdómar, einkum þeir, er sótthiti fylgir, hafi í för með sér lækkun C-vítamínmagns í blóði og vefjum, væntanlega vegna þess, að meira eyðist þá af vítamíninu en ella. En stundum getur orsökin aðeins verið sú, að neyzlan hafi minnkað, eða að meltingarkvillar hafi torveldað upptökuna. Búast má því við, að athuganir á sjúklingum gefi oft ekki rétta mynd af ástandi heilbrigðra í þessum efnum. Af þessum ástæðum voru flokkaðir sér, allir þeir, sem látizt höfðu sviplega (oftast af völdum slysa), án undangenginna sjúk- dóma, er hefðu getað valdið breytingu á C-vítamínbúskapnum. 1 þessum flokki („bráður dauði“, tafla 20), reyndist meðal- magn C-vítamíns í nýrnahúfum úr 24 manns 49,3 mg/100 g. Allar nema tvær, eða 22 af 24, voru mælingartölumar innan markanna 20—80,9 mg. Er það þó allmikil dreifing, og nokkuð var hún óregluleg, eins og ráða má af töflu 20, enda er hér hvorki tekið tillit til aldurs né árstíða. Aðeins eitt sinn mældist minna en 20 mg (13,1 mg), og átti þar í hlut 80 ára gamall maður, en talið hefur verið, að á elliárum fari C-vítamínbirgðir líkamans að jafnaði minnkandi. Aldur hinna var frá 2—58 ára. Hæsta gildið var 92,3 mg. Ekki kom þarna fram munur eftir aldri, meðal þeirra, sem voru innan 50 ára aldurs. Var þar um 16 manns að ræða og var meðal- tal þeirra 56,0 mg, en meðalmagn hinna 7, sem voru frá 50—58

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.