Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 63

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 63
61 fengið hafði C-vítamínlyf, hækkar meðaltal þess flokks um því sem næst 2 mg, en hefur lítil áhrif á miðtöluna, enda er hún sem því svarar lægri. I nokkrum tilfellum fannst áberandi lítið í lifur, þó að mikið væri í nýrnahúfum, mun C-vítamín yfirleitt ekki haldast eins vel í lifur og í nýmahúfum. Samsvörun varð af þessum sökum minni en annars hefði mátt vænta. C-vítamínneyzIan, C-vítamínþörf. Ekki eru allir á einu máli um það, hve mikil C-vítamínþörfin sé. Lengi þótti ríflegt að ætla fullorðnu fólki 30 mg á dag til jafn- aðar. Á seinni árum hafa þó heyrzt raddir um, að þetta sé of lítið, hafa sumir talið, að æskilegt sé, að fá a. m. k. 50 mg, aðrir 60—70 o. s. frv. og jafnvel 100 mg. Þessar auknu kröfur um C-vítamínneyzlu hafa þó ekki, að því er séð verður, verið studdar gildum rökum. Þær eru oftast þannig tilkomnar, að miðað hefur verið við, að ,,eðlilegt“ magn C-vítamíns í blóði sé svo eða svo mikið, og neyzluþörfin síðan ákveðin eftir því. Fáir munu ganga svo langt, að miða þörfina við mettun, en þá væri hún um 100 mg á dag eða meira. Sumir hafa haldið því fram, að ekki megi vera minna af C-vítamíni í blóðvökva en 0,8 mg/100 ml, ef vel eigi að vera, 0,4—0,8 mg sé of lítið, en nái C-vítamínmagnið ekki 0,4 mg, sé það að minnsta kosti forboði skyrbjúgs, (27; 7): Aðrir ætla, að 0,7—1,0 mg sé hæfilegt, 0,5—0,7 mg minna en góðu hófi gegni, en merki vitamínskorts, ef minna sé en 0,5 mg/100 ml í blóð- vökva (25); og enn aðrir miða við 0,6 mg sem hið minnsta, er „eðlilegt“ geti talizt (20). Ef C-vítamín í blóðvökva á ekki að fara niður fyrir 0,7—0,8mg/100ml, mun dagleg neyzla þurfa að vera um 60—70 mg að jafnaði. Allar þessar viðmiðanir við tiltekið magn í blóði eru þó úr lausu lofti gripnar, því að frá lífeðlisfræðilegu sjónanniði verða C-vítamínmagni í blóði ekki sett slík fastskorðuð mörk, og gegnir hér allt öðru máli en t. d. um blóðsykur eða blóðkalk. Hefur og

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.