Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 9
7
bráðasta. Deila má hins vegar um það, hvort tími sé til kom-
inn að efna til fullkominnar háskólakennslu i þessum fræðum,
eða senda enn um sinn stúdenta vora til erlendra háskóla.
Hitt er efalaust ekki of snemmt að gera nú þegar allar skyn-
samlegar ráðstafanir til þess að styðja unga menn, sem hæfi-
leika sýna til náms í náttúruvísindum, og búa í haginn, svo
að þeim gefist kostur á að verja kröftum sínum og þekkingu
í þarfir þjóðar vorrar að loknu námi.
Að venju hafa nokkrir erlendir vísindamenn heimsótt há-
skólann og flutt erindi, hver í sinni vísindagrein. Ber hér fyrst
að nefna próf. Einar Haugen frá Madison, Wisconsin, sem dvald-
ist mestan hluta vormisserisins og flutti alls 8 fyrirlestra. Dr.
Einar Haugen er einn hinn fremsti fræðimaður í germanskri
og norrænni málfræði í Bandaríkjunum, talar vel íslenzku og
er ágætlega að sér í íslenzkum bókmenntum. Þrír háskóla-
kennarar frá Norðurlöndum komu hingað í sérstöku boði há-
skólans, próf. Max Kjær-Hansen, rektor danska viðskiptahá-
skólans, próf. Anker Engelund, rektor danska tækniháskólans,
og próf. jur. Tauno Tirkkonen frá Helsinki. Þessir menn fluttu
allir erindi hér. Ég vil sérstaklega geta þess, að þeir rektor
Kjær-Hansen og rektor Engelund hafa sýnt háskóla vorum
sóma og námsmönnum héðan mikilsverðan stuðning með því
að veita þeim aðgang til framhaldsnáms í skólum sínum. Hef-
ur það einkum reynzt þýðingarmikið, að verkfræðingar með
fyrra hluta prófi héðan hafa jafnan átt greiðan aðgang að
námi í tekniska háskólanum í Kaupmannahöfn, en hann nýtur
sem kunnugt er mikils álits hvarvetna. Hér má enn nefna próf.
Ivar Lindquist frá Lundi, er flutti hér tvo fyrirlestra. Af öðr-
um vísindamönnum, er heimsótt hafa háskólann á liðnu starfs-
ári, vil ég nefna prófessor Ivanov, vararektor háskólans í
Moskvu, er færði háskólanum að gjöf minningarrit um háskól-
ann í Moskvu 200 ára, ásamt minnispeningi frá 200 ára afmæli
skólans í fyrra haust, en við það tækifæri færði sendiherra
Islands í Mosk\oi háskólanum þar skrautritað ávarp frá Há-
skóla íslands.
Hér vil ég minnast þess atburðar, er dönsku konungshjónin
L