Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 20
18
kynslóð önnur á þessu landi hefur nokkru sinni átt að fagna.
Hér á ég ekki aðeins við bætt lífskjör almennt, vaxandi tækni
og lífsþægindi, og í rauninni á ég alls ekki við þetta, því af
öllum hlutum í þessum hverfleikans heimi er auðurinn valt-
astur, svo mjög sem eftir honum er þó sótzt. Ég á við fjöl-
breytnina í námi og störfum í þjóðfélagi, sem er í örum vexti.
Ég á við hagnýtingu hinna mörgu og miklu möguleika, sem
land vort býður í nærfellt öllum greinum. Hamingja manna
er ekki fólgin í makræði, heldur í starfi, andlegu og líkam-
legu, eins og Jónas Hallgrímsson kvað. Hún er öllu fremur
alefling andans
og athöfn þörf.
Hér er skólalífið, háiskólaárin, engin undantekning. Og þá
kem ég að því að minnast stuttlega á vist ykkar í háskólanum
og afstöðu ykkar til hans og þess verks, sem bíður ykkar hér.
Þið hafið öll heyrt nefnt akademískt frelsi, og mér er ekki
grunlaust um, að þetta frelsi standi í nokkuð miklum ljóma
fyrir augum þeirra, sem þreyttir eru orðnir á langvinnu skyldu-
námi menntaskólanna. Ég ætla, að sú verði samt reyndin, að
þetta margrómaða akademíska frelsi sé meira í orði en á borði,
ef litið er á það frá þessari hliðinni. Ég ætla, að þið hafið nú
þegar fært ykkur í nyt þann þátt þessa frelsis, sem mest er
um vert. Þið hafið sjálf valið ykkur viðfangsefnið, sem þið
ætlið að stunda hér. Slíkt eru mikil viðbrigði frá menntaskóla-
náminu. Þá munuð þið ætla, að hér verði eigi jafnstranglega
eftir því gengið, að þið sækið fyrirlestra og æfingar eins og í
menntaskóla. Hér á við hið fornkveðna, þó ekki hljómi það
sem rökréttast, að þetta er rétt, og þó ekki rétt. Skáldið Hen-
rik Ibsen talar í einu sinna frægustu leikrita um það, sem
hann kallar: Frihed under ansvar. Ábyrgð sú, sem þvi fylgir
að vera sinn eiginn húsbóndi og láta samt hvergi bresta á til-
skilin verk, leyfir áreiðanlega ekki mikil frávik frá reglulegri
tímasókn í háskóla, þar sem náminu er hagað eftir fastri áætl-
un, sem eigi má hvika frá, ef verkið á að vinnast á tilsettum
tíma með viðunandi árangri. Og nú kemur að því, að ég held
ég verði að brjóta þá reglu, sem ég setti mér í upphafi þessa