Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 132
130
sem atkvæðisrétt eiga, tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Ef enginn
fær svo mörg atkvæði, skal kjósa að nýju um þá tvo eða fleiri, er
flest atkvæði fengu, og er þá sá rétt kjörinn, sem flest atkvæði fær,
enda þótt tveir þriðju hlutar atkvæðisbærra manna hafi þá ekki tek-
ið þátt í atkvæðagreiðslu. Séu atkvæði jöfn, ræður hlutkesti. Um til-
högun kosningar skal kveða nánar á í reglugerð.
Kjörgengum háskólakennara er skylt að taka við rektorskjöri,
nema sérstök atvik hamli. Nú skorast sá, sem kjörinn hefur verið
rektor, undan því að taka við kjöri, og metur þá háskólaráð, hvort
fallizt verði á afstöðu hans. Ef háskólaráð fellst á sjónarmið hins
nýkjörna rektors, skal efna hið fyrsta til nýrrar rektorskosningar.
Rektor má endurkjósa, en honum er ekki skylt að taka við endur-
kjöri.
Nú fellur rektor frá eða lætur af störfum, áður en kjörtímabil hans
er liðið, og skal þá kjósa nýjan rektor, svo fljótt sem því verður kom-
ið við, en varaforseti háskólaráðs gegni rektorsstörfum þangað til.
Ef varaforseti er forfallaður, gegni sá deildarforseti rektorsstörfum,
sem lengst hefur haft á hendi kennaraembætti við háskólann. Hinn
nýkjörni rektor er kosinn til þriggja ára, en það, sem eftir er háskóla-
árs, er hann tekur við, skal teljast eitt ár.
4. gr.
Rektor og forsetar háskóladeildanna skipa háskólaráð. Rektor er
sjálfkjörinn forseti ráðsins, en varaforseta og ritara kýs ráðið úr
sínum hópi til eins árs í senn.
Nú má deildarforseti ekki sækja fund vegna forfalla eða af öðrum
ástæðum, og tekur þá sá kennari, sem kosinn hefur verið deildar-
forseti til vara, sbr. 13. gr., sæti hans í ráðinu. Ef þess manns nýtur
ekki, kveður rektor til fundarsetu þann prófessor úr deild þeirri,
sem í hlut á, er lengst hefur gegnt kennaraembætti í deildinni. Sömu
reglur gilda, er deildarforseti gegnir rektorsstörfum í viðlögum, sbr.
3. gr.
Ávallt, er háskólaráð ræðir mál, er varða stúdenta háskólans al-
mennt, skulu stúdentar eiga einn fulltrúa, er stúdentaráð nefnir til,
á fundi háskólaráðs, og skal rektor kveðja hann á fundinn. Hefur
fulltrúinn þar málfrelsi og atkvæðisrétt.
5. gr.
Háskólaráð heldur fundi eftir þörfum. Æski tveir menn úr háskóla-
ráði fundar, er rektor skylt að boða til fundar, svo og ef einn þriðji
hluti prófessora háskólans æskir fundar. Nú er fundur boðaður að
frumkvæði kennara, sem eiga ekki sæti í ráðinu, og er þeim þá rétt