Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 158
156
Kveða skal í reglugerð á um það, hvort einkunnir þær, sem gefnar eru við
þessi próf, hafi gildi í fullnaðarprófi og þá hvert. Nú er mælt fyrir um slík
próf í tiltekinni deild, og er þá stúdentum skylt að ganga undir þau próf.
Nánari ákvæði skulu að öðru leyti sett í reglugerð.
1 reglugerð er einnig heimilt að setja ákvæði um það, að stúdent, er
ganga vill til prófs, skuli áður hafa lokið undibúningsprófum eða rækt
nægilega tilteknar greinar á námskeiðum, í æfingaflokkum eða við verklegt
nám eða skilað skriflegum úrlausnum."
Stúdentaráð lagði til, að í stað þriggja fyrstu málsgreinanna
kæmi:
„í reglugerð háskólans skal setja ákvæði um próf, þ. á. m. um próf-
greinar, einkunnastiga og einkunnagjafir og um lágmarkseinkunn í
einstökum greinum eða flokkum greina og í fullnaðareinkunn. Mæla
má svo fyrir í reglugerð, að fullnaðarprófi sé skipt í fleiri hluta en
einn.“
30. gr. frumvarpsins hljóðar svo:
„Nú stenzt stúdent ekki próf, gengur frá því, eftir að hann hefur
byrjað próf, eða kemur ekki til prófs og hefur þó ekki boðað forföll, Er
honum þá heimilt að þreyta prófið að nýju innan árs. Standist hann enn
ekki sama prófið eða gangi frá því, hefur hann fyrirgert rétti sínum til
að ganga oftar undir það. Háskóladeild getur þó veitt undanþágu frá
ákvæðum þessarar málsgreinar, ef sérstaklega stendur á.
1 reglugerð má mæla fyrir um rétt manna, sem staðizt hafa próf, til
að endurtaka prófið.“
Stúdentaráð lagði til, að 1. mgr. 30.gr. yrði látin hljóða svo:
„Nú fellur stúdent á prófi eða gengur frá því, eftir að hann hef-
ur byrjað prófið, og er honum þá heimilt að þreyta prófið að nýju
og enn í þriðja sinn, Ijúki hann því ekki í annarri tilraun. Oftar má
hann ekki reyna við próf þetta nema hann taki áður öll þau próf
í deildinni, sem hann hefur áður þreytt og staðizt eða háskóladeild
sú, sem í hlut á, leyfi.“
III. Ýmis atriöi.
Auk þess, sem nú hefur greint verið, vék stúdentaráð að nokkrum
atriðum til viðbótar. Var eitt atriðið að fullu til greina tekið og því
ekki ástæða að rekja það nánar, en hin atriðin voru þessi:
1) Ráðið minnir á, að á 2 síðustu fjárlögum hafa staðið meðal
fjárveitinga til háskólans 50.000,00 krónur til vísindastarfsemi. Fjár-
veiting þessi mun einkum ætluð til að styrkja unga fræðimenn, sem
nýlokið hafa háskólaprófi og vilja taka til við vísindastörf. Munu
náttúruvísindastörf einkum hafa verið höfð í huga.
Stúdentaráð beinir því til nefndarinnar, hvort ekki sé nú í sam-
bandi við setningu laga um háskólakennara tækifæri til að ganga