Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 97
95
ir vísindamenn lagt ágætan skerf til rannsókna og kynningar
á íslenzkum bókmenntum að fornu og nýju. Islenzka þjóðin
hefur átt og á enn í hópi sænskra menntamanna trausta vini.
Það myndi lengja mál mitt um of að nefna nöfn, sem við þessa
sögu koma, en í þeirra hópi hafa verið og eru margir helztu
vísindamenn og menntafrömuðir Svíþjóðar, menn, sem notið
hafa og munu lengi njóta virðingar og ástsældar einnig hér
á Islandi.
Fámennri þjóð og afskekktri eins og Islendingar hafa lengst-
um verið, er mikils virði að njóta velvildar og skilnings ann-
arra og stærri þjóða. Á þessari stundu vil ég samt öllu fremur
minnast þeirra áhrifa, sem hin glæsilega menning Svía hefur
haft á þjóðmenningu vora fyrst og fremst á 20. öld, eigi aðeins
í verklegum efnum og viðskiptum ýmiss konar, heldur líka og
eigi síður í hvers konar menntum og fræðum. Á síðustu ára-
tugum hafa æ fleiri íslenzkir stúdentar, kandídatar og aðrir
námsmenn leitað menntunar við sænska skóla og mennta-
stofnanir. Háskóla vorum er ljúft að minnast með þakklæti
vinsamlegrar fyrirgreiðslu við námsmenn héðan við sænska
háskóla og væntir þess, að þau samskipti megi lengi haldast
og verða í sumum greinum enn nánari. Það er trú mín, að
með engu móti öðru verði vinfengi og raunhæf samvinna milli
þjóða betur treyst en með gagnkvæmum skiptum ungs fólks
til námsdvalar við heppileg skilyrði til kynningar á þjóðlegri
menningu og landsháttum. Þannig hefur Sviþjóð eignazt fjölda
marga vini á Islandi. Koma yðar hátigna hingað til Islands
mun styrkja þau bönd vináttu og góðvilja, sem jafnan hafa
tengt Islendinga og Svía, báðum til góðs.
Háskóli Islands þakkar yðar hátignum og árnar yður allra
heilla.
Þá gekk fram Halldór Kiljan Laxness og ávarpaði konung
á sænsku, en ávarp skáldsins er hér í íslenzkri þýðingu:
Yðar hátign; herra forseti, virðulega forsetafrú; herrar mín-
m og frúr.
L