Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 12
10
eða kynnt tónlist í háskólanum, færi ég hér með mínar beztu
þakkir. — Svo er ráð fyrir gert, að háskólinn auki hljómplötu-
safn sitt nokkuð árlega, eftir því sem fé verður til þess veitt.
Er ætlunin, að stúdentar geti fengið léðar plötur úr þessu safni
og hlýtt á þær tiltekin kvöld í setustofunni á Nýja Garði, en
þar eru nú góð hljómplötutæki, er bandaríska sendiráðið í
Reykjavík gaf stúdentagörðunum. Sérstök nefnd skipuð kenn-
urum skólans og stúdentum hefur umsjá þessara mála með
höndum. Hefur dr. Steingrímur J. Þorsteinsson haft forstöðu
af hálfu nefndarinnar og lagt þar við mikla alúð. Vil ég færa
honum þakkir fyrir mikið og gott verk.
Þá vil ég geta þess, að nú í haust tókst samningur milli The
British Council og Háskóla íslands, fyrir milligöngu fyrrv.
sendiherra Breta hér á landi, Mr. Hendersons, um gagnkvæm
skipti á háskólakennurum til fyrirlestrahalds. Er fyrst um
sinn ráðgert, að við sendum einn mann til fyrirlestrahalds við
háskóla í Bretlandi árlega, en British Council sér um, að við
fáum fyrirlesara þaðan. Próf. Einar Ól. Sveinsson var valinn
til að fara þessa fyrirlestraför af háskólans hálfu nú í haust.
Ekki er enn ákveðið, hver hingað kemur í skiptum þessum af
hálfu Breta, en væntanlega verður það einhver sérfræðingur í
læknavísindum. Er þess að vænta, að gott gagn geti orðið af
þessum samskiptum.
Hér á við að geta gjafa, sem háskólanum hafa borizt síðan
síðasta háskólahátíð var haldin. Er þar fyrst að nefna gjafir
Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala, en hann hefur
um mörg undanfarin ár og nú á þessu ári gefið fé í sjóði, er
hann hefur stofnað hér við háskólann. Einnig hefur hann á
þessu ári gefið Háskólabókasafninu allmargar dýrmætar bæk-
ur varðandi Island, þar á meðal Crymogæa eftir Amgrím
lærða, sem nú er næsta fágætt rit, og Historia de Gentibus
eftir Olaus Magnus, prentaða í Róm 1555. Vil ég fyrir hönd
háskólans þakka Þorsteini Scheving fyrir alla hans vinsemd
og ræktarsemi í garð háskólans. Hér vil ég einnig nefna sjóð
til minningar um Pál Briem amtmann, gefinn á aldarafmæli
Páls af ekkju hans, frú Álfheiði Briem, og börnum þeirra