Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 135
133
Menntamálaráðherra skal heimilt, samkvæmt tillögu háskóladeild-
ar, að auglýsa kennaraembætti laust til umsóknar, svo að embættið
verði veitt ári áður en hinn nýskipaði kennari hefur kennslu sína.
Kveða skal á um það hverju sinni, frá hvaða tíma launagreiðslur
hins nýskipaða kennara hefjist.
13. gr.
Hver háskóladeild velur úr hópi prófessora deildarinnar deildar-
forseta og annan til vara. Deildarforseti á sæti í háskólaráði, en
varaforseti tekur sæti hans þar eftir reglum 4. gr.
Deildarforseta og varaforseta skal kjósa til tveggja ára í senn.
Þó skal kjörtímabil þriggja þeirra deildarforseta, sem fyrst verða
kosnir eftir gildistöku laga þessara, aðeins verða eitt ár, og skal hluta
um það, eftir að deildarforsetar hafa verið kjörnir, hverjir þeirra
skuli gegna störfum eitt ár og hverjir tvö. Kjörgengum kennurum
er skylt að taka við kosningu til deildarforseta starfa og til starfa
varadeildarforseta. Endurkjósa má deildarforseta, en rétt hefur hann
til að skorast undan endurkjöri. Sá, sem gegnt hefur embætti rekt-
ors, getur og skorazt undan kjöri til deildarforseta starfa næsta
kjörtímabil, eftir að hann lét af rektorsstörfum. Nú fellur deildar-
forseti frá eða lætur af störfum, og skal þá kjósa deildarforseta og
varaforseta fyrir þann hluta kjörtímabils, sem eftir er.
14. gr.
Hver háskóladeild heldur fundi eftir þörfum. Deildarforseti boðar
fundi, og eiga þar sæti prófessorar og forstöðumenn vísindastofnana,
er lúta deildinni. Háskóladeild er heimilt að ákveða, að dósentar og
lektorar megi sitja deildarfundi og hafa þar atkvæðisrétt.
Nú er f jallað sérstaklega um kennslugreinar dósenta, lektora, auka-
kennara, aðstoðarkennara eða erlendra sendikennara, og skal forseti
þá boða kennara á deildarfund og gefa þeim kost á að ræða það
málefni, en atkvæðisrétt eiga þeir ekki, sbr. þó 1. málsgrein, að því
er varðar dósenta og lektora.
Nú er mál til umræðu á deildarfundi, sem varðar nemendur deild-
arinnar almennt, og skal deildarforseti þá kveðja á fundinn fulltrúa
nemenda, einn eða fleiri, er stjórn deildarfélags nefnir til. Hafa full-
trúarnir þar málfrelsi, en eiga ekki atkvæðisrétt.
Rektor er heimilt að taka þátt í meðferð mála í öllum deildum,
en atkvæðisrétt á hann þó aðeins í sinni deild.
15. gr.
Deildarforseta er skylt að boða til deildarfundar, ef rektor eða