Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 16
14
ir, uppfræðslu embættismannaefna, er fyrst og fremst miðast
við hagnýtar þarfir. Háskólinn hefur enn ekki fengið þá að-
stöðu í húsrými, mannafla, tækjum og bókakosti, er leyfi mik-
ils háttar vísindalegar rannsóknir, nema á fáum sviðum, eins
og t. d. í íslenzkum fræðum, enda eru skilyrðin þar einna bezt.
Þetta stendur væntanlega til bóta og verður raunar að gera
það, eins og ég hef þegar drepið nokkuð á. Það er trú mín,
að á næstu áratugum verði hér mikil breyting á, þannig að
háskóli vor geti í æ fleiri greinum lagt sinn skerf fram í leit
allra menningarþjóða að meiri þekkingu, að sannleika.
Nýstúdentar!
Innan skamms munuð þið veita viðtöku borgarabréfum ykk-
ar og staðfesta heit um að halda í heiðri lög og reglur há-
skólans. Þetta er einfalt heit, en samt er mikils um það vert,
því á því veltur eigi aðeins sómi sjálfra ykkar, heldur líka
heiður háskólans.
Löngum þykir vel við eiga við þvílíka athöfn sem þessa,
er skóli veitir viðtöku nýjum nemendum, að leggja þeim nokkr-
ar lífsreglur. Að þessu sinni ætla ég samt ekki að gera það,
enda mun þess varla þörf, því verði ykkur fótaskortur á hin-
um þrönga vegi, sem liggur til góðs árangurs í því námi, er
þið nú eruð að hefja, myndi það engan veginn stafa af þvi,
að ekki hafi fyrr og síðar nógsamlega verið rætt við ykkur
um það, hvað beri að forðast í lífsvenjum og breytni og hvað
góðum dreng og duglegum námsmanni beri að temja sér. Hér
eruð þið líka fyrst og fremst komin til þess að taka á móti
árnaðaróskum. Seinna munuð þið, ef allt fer með felldu, fá
í hendur dóminn um verk ykkar, að loknu háskólanámi. Sá
dómur mun bera þess nokkur merki, hversu vel þið hafið í
heiðri haldið varnaðarorð og eggjanir ykkar gömlu skóla-
meistara.
Fróðir menn hafa fullyrt, að æskufólk hér á landi sé nú um
það bil tveimur árum á undan fyrri kynslóðum á jöfnum aldri
að líkamlegum þroska. Þetta er mjög athyglisverð staðreynd
og til þess fallin, að af henni verði dregnar mikilsvarðandi