Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 178
176
Farið var utan 23. apríl og keppt í þrem borgum: Gautaborg, Lundi
og Kaupmannahöfn. Í.S. tapaði naumlega í Gautaborg í jöfnum
leik, en vann síðan í Lundi og báða leikina í Kaupmannahöfn, og
kom glöggt í ljós í leikjum þessum, að íslendingar standa öðrum
Norðurlandaþjóðum fyllilega á sporði í íþrótt þessari. Ferð þessi
var þátttakendum öllum lærdómsrík og ógleymanleg. Móttökur voru
alls staðar frábærar og gestrisnin svo sem bezt varð á kosið. Háskóla-
ráð svo og menntamálaráðherra veittu Í.S. styrki til fararinnar. Vill
Í.S. færa þessum aðilum, svo og öðrum, sem aðstoð veittu, sínar
beztu þakkir, en án styrktar hefði ferð þessi aldrei verið farin.
Í.S. átti þátt í því, að ráðizt var í það að fá hingað til lands banda-
rískan þjálfara í körfuknattleik á vegum Í.S.Í. Þjálfari þessi, John
S. Norlander að nafni, einn frægasti körfuknattleiksmaður Banda-
ríkjanna, mun nú í haust þjálfa íslenzka körfuknattleiksmenn í einn
mánuð, og er þess að vænta, að þessi ánægjulega heimsókn hans
verði íþróttinni frekari lyftistöng í framtíðinni.
Í.S. er löglegur aðili að Í.F.R.N. og Í.B.R. og nýtur allra rétt-
inda, sem bandalagsfélög hafa þar.
íþróttamót:
I. Innanfélagsmót:
Haldið var innanfélagsmót í badminton og varð Sverrir Georgs-
son sigurvegari í annað sinn í röð.
H. Skólamót Í.F.R.N.:
Körfuknattleiksmót: Í.S. sendi tvær sveitir pilta, sem urðu nr. 1
og 3. Í.S. vann nú þetta mót í 6. sinn í röð.
Handknattleiksmót: Í.S. átti eina sveit í A-flokki, sem varð nr. 1.
Frjálsíþróttamót: Í.S. átti sveit í A-flokki móts þessa og varð
hún nr. 1.
Sundmót: Í.S. sendi sveit á seinna sundmót Í.F.R.N. og varð hún
nr. 2. í einstaklingsgreinum átti Í.S. nokkra sigurvegara.
Fimleikamót svo og skíða- og knattspyrnumót á vegum Í.F.R.N.
féllu niður.
IH. íslandsmót:
Í.S. sendi sveit á íslandsmót í körfuknattleik í nóv. 1956. Varð
hún nr. 3.
Í.S. átti einnig sveit á íslandsmóti í körfuknattleik 1957, og varð
hún nr. 4 í röðinni.
Eins og undanfarin ár átti stjórnin í talsverðum erfiðleikum með
fé, og því ekki ráðizt í kaup á neinum áhöldum eða öðru að þessu
sinni. Innheimta félagsgjalda er erfið, og aðrar tekjur voru engar.
Tilraunir stjórnarinnar til öflunar tekna brugðust.