Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 171
169
38 stúdentar fengu lán af I. fl. ... kr. 190.000,00
49 stúdentar fengu lán af II. fl. ... — 171.500,00
45 stúdentar fengu lán af III. fl. ... — 90.000,00
Vorlánveiting 1957 samtals kr. 451.500,00
Gjafir.
1. Bandaríska stúdentaskiptanefndin, sem hér var á ferð á síðast
liðnu hausti, færði Stúdentaráði að gjöf fána Minnesota-fylkis, en
þaðan voru stúdentar þessir komnir, og skyldi hann vera þakklætis-
vottur fyrir góðar móttökur.
2. Hinir rússnesku stúdentar, sem getið var um í kaflanum um
stúdentaskipti, gáfu Stúdentaráði myndir og landkynningarbæklinga
um Sovétríkin.
3. í lok Alþjóðaskákmóts stúdenta færðu ýmsar þátttökuþjóðanna
Stúdentaráði að gjöf myndir og bæklinga um heimalönd sín.
4. Á dansleik, sem haldinn var til heiðurs þátttakendum í Alþjóða-
skákmóti stúdenta, leysti Stúdentaráð alla erlenda skákmenn út með
gjöfum. Voru það íslenzk gæruskinn.
Fastur starfsmaöur Stúdentaráös.
Á það hefur margsinnis verið bent á undanförnum árum, hver
nauðsyn ræki til þess, að ráðinn væri fastur starfsmaður Stúdenta-
ráðs. Mál þetta hefur þó alltaf strandað á fjárskorti, og svo var
einnig að þessu sinni. Meðan ríkisstyrkur til Stúdentaráðs fæst ekki
hækkaður og aðrar fjáröflunarleiðir ráðsins eru tepptar, svo sem
neitun yfirvaldanna á leyfi fyrir hentugum happdrættisvinningum,
synjun leyfis um að halda áramótafagnað í anddyri Háskólans o. fl.
sýnir, virðist vandséð, hversu ráðið skuli fram úr þessu máli. Þannig
er það á flestum sviðum, að fjárskortur hamlar tilfinnanlega starf-
semi ráðsins.
Stúdentaskipti.
1. Sovétríkin. Þegar í lok októbermánaðar átti stjórn Stúdenta-
ráðs viðræður við tvo fulltrúa úr rússneskri æskulýðsnefnd, sem
hér dvaldist um þær mundir. ítrekaði stjórn ráðsins fyrri óskir um
að takast mætti að koma á stúdentaskiptum milli landanna. Ágrein-
ingur hafið orðið um greiðslu ferðakostnaðar, og gáfu Rússarnir
vonir um, að hagkvæmara tilboð kæmi frá þeirra hálfu. Kváðust
þeir mundu ræða málið við hlutaðeigandi aðila, er heim kæmi, og
senda Stúdentaráði bréf um undirtektir austur þar. Slíkt bréf hefur
enn ekki borizt. Formaður færði mál þetta í tal við rússneska aðal-
22