Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 11
9
um. öll voru erindin flutt á ensku, og urðu umræður nokkrar
eftir flest þeirra.
Auk fundanna voru farnar kynnisferðir til Skagafjarðar og
Reykjaness á vegum fundarboðenda, en bæjarstjórn Reykja-
vikur bauð til Þingvalla og forseti Islands til Bessastaða.
Kvöldvaka var haldin í þjóðminjasafninu, en menntamálaráð-
herra bauð til skilnaðarveizlu að kvöldi hins 27. júlí. Var þá
fundinum lokið og fulltrúar hurfu hver til síns heima.
Þess skal getið með þökk, að Alþingi veitti nokkra fjárhæð
sérstaklega, til þess að gera fundarboðendum kleift að halda
þennan fræðimannafund hér á landi. Fundurinn fór að öllu
leyti hið bezta fram, og er þess að vænta, að hann hafi fylli-
lega náð þeim tilgangi, sem slíkum fundum er ætlaður.
Eins og frá var skýrt í yfirlitsræðu rektors á háskólahátíð-
inni síðastliðið ár, gaf fiðlusnillingurinn Isaac Stern háskól-
anum vandað tæki til tónverkaflutnings af hljómplötum. Var
það von hans, að tæki þessi, ásamt góðu safni af tónverkum
á hljómplötum, er gjöfinni fylgdi, mætti verða til þess að
glæða áhuga og skilning stúdenta á góðri hljómlist. Stjórn
háskólans hefur fyrir sitt leyti áhuga á þessu máli, enda hef-
ur það mætt vinsældum í hópi stúdenta. Síðastliðinn vetur
voru fimm sinnum haldnir hljómleikar eða tónlistarkynningar
í hátíðasal. Er ætlunin, að slíkir tónleikar fari fram að jafn-
aði einu sinni í mánuði að vetrinum, lifandi tónlist, þegar þess
er kostur, en annars tónlist af hljómplötum. Þannig var minnzt
90 ára afmælis finnska tónskáldsins Sibeliusar með hljómleik-
um, þar sem Árni Kristjánsson píanóleikari, strokkvartett
Björns Ólafssonar og Þorsteinn Hannesson óperusöngvari fluttu
verk eftir tónskáldið. Við tónlistarkynningar af hljómplötum
hafa tónlistarmenn hér í bænum góðfúslega veitt aðstoð sina
í vali verka til flutnings, skýrt verkin og kynnt höfundana.
Flutt voru á vetrinum verk eftir Mendelsohn, Beethoven,
Brahms, Mozart — minnzt 200 ára afmælis hans — og Bach;
en þeir dr. Páll ísólfsson, Robert A. Ottósson hljómsveitarstjóri,
Jón Þórarinsson tónlistarfræðingur og Björn Franzson kennari
fluttu inngangsorð og skýrðu efnið. öllum þeim, sem flutt hafa
2