Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 174
172
halda næsta norrœna, málanámskeiö í Reykjavík að sumri. Er það
mál nú í athugun. Á ráðstefnu þessari voru annars einkum rædd
þau mál, er taka skyldi fyrir á 7. alþjóðaþingi stúdenta, og fer skýrsla
fulltrúa Stúdentaráðs á þeirri ráðstefnu hér á eftir.
II. 7. alþjóöaþing stúdenta.
Stúdentaráði gafst kostur á að senda tvo fulltrúa á sjöunda alþjóða-
þing stúdenta (International Student Conference), sem haldið var í
Nígeríu 11. til 22. september s. 1. Til fararinnar voru kjörnir Bene-
dikt Blöndal stud. jur. og Kristján Baldvinsson stud. med.
Þeir fóru utan 5. september s. 1. og sátu fyrst norræna formanna-
ráðstefnu, er haldin var í Amsterdam 6. og 7. september, aðallega
til þess, að norrænu fulltrúarnir gætu borið saman bækur sínar áður
en til þingsins í Nigeríu kæmi. Á ráðstefnu þessari var þó samþykkt,
að næsta norræn formannaráðstefna skyldi haldin í Reykjavík í vetur.
Stúdentaþingið var haldið í nýreistum háskóla við borgina Ibadan
í Nigeríu. Áttu nú 60 þjóðir fulltrúa á þinginu, en auk þess voru á
þinginu áheyrnarfulltrúar frá ýmsum alþjóðasamtökum stúdenta,
t. d. samtökum lyfjafræðinema, læknanema og hagfræðinema.
Rædd voru ýmis mál, er varða stúdenta almennt. Þá var og rætt
um aðbúnað stúdenta í ýmsum löndum, þar sem traðkað er á rétti
þeirra á alla lund, skoðanakúgun og ritskoðun er í algleymingi og
háskólum jafnvel lokað. Var þar stuðzt við skýrslur rannsóknar-
nefndar, sem starfar á vegum ISC og kallast Research and Informa-
tion Commission (RIC). Hefur hún það hlutverk að rannsaka ástand-
ið í þeim löndum, þar sem stúdentar eiga við sérstök vandamál að
stríða. Ákveður þingið hverju sinni, hver skuli verkefni nefndar-
innar á næsta starfstímabili.
Að þessu sinni lagði RIC fyrir þingið skýrslur um ástandið í æðri
menntamálum í Suður-Afríku, Austur-Þýzkalandi, Kýpur, Nicaragua,
Alsír, Ungverjalandi, Góu og Kúbu. Samþykkti þingið skýrslur og
ályktanir RIC í öllum meginatriðum.
Eins og áður er sagt, ákveður ISC verkefni RIC hverju sinni. Út
af þessu var brugðið, hvað snerti rannsókn á vandamálum ung-
verskra stúdenta, enda heimilt samkv. reglum ISC að rannsaka slíkt,
ef ákveðinn fjöldi stúdentasambanda innan vébanda ISC krefst þess.
Ályktaði þingið, að í þessu tilfelli hefði verið brýn þörf bráðrar
rannsóknar.
Þingið þakkaði RIC hið mikla og vel unna starf, sem nefndin hef-
ur leyst af hendi, en það vekur athygli, nú sem áður, hve mjög
skýrslur nefndarinnar einkennast af algeru hlutleysi og hvergi er
stuðzt nema við fullkomnar staðreyndir.