Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 138
136
úrskurðar, en stúdent má þó ekki ganga undir próf, fyrr en úrlausn
Hæstaréttar er fengin.
Nú tekur stúdent sig á, og er háskólaráði þá heimilt að fella brott
fyrri úrskurð um brottrekstur.
25. gr.
Nú er hafin réttarrannsókn gegn skrásettum háskólastúdent fyrir
háttsemi, sem talin er varða við almenn hegningarlög, og skal dóm-
ari þá tilkynna það rektor þegar í stað. Rektor eða fulltrúa hans er
heimilt að vera viðstaddur dómþing, þegar svo stendur á.
Nú verður skrásettur stúdent sekur að lagadómi um verk, sem
svívirðilegt er að almenningsáliti, og er hann þá rækur.
26. gr.
Afskipti háskólans af háskólastúdent hætta, er stúdent lýkur fulln-
aðarprófi í grein sinni. Nú tilkynnir stúdent, að hann sé hættur
námi við háskólann, og skal þá má nafn hans af stúdentatali skól-
ans. Þá skal má nafn stúdents af stúdentatali skólans, hafi hann
ekki sótt háskólann tvö kennslumisseri samfleytt, þó skal það ekki
gert þótt hann sé fjarverandi allt að fjögur misseri, hafi hann til-
kynnt háskóladeild sinni f jarveru sína.
V. KAFLI
Próf.
27. gr.
í reglugerð háskólans skal setja ákvæði um prófgreinar, próftíma,
skiptingu fullnaðarprófs í fleiri en einn hluta, undirbúningspróf,
einkunnir og annað, er að prófunum lýtur.
28. gr.
Háskólakennarar standa fyrir prófum, en hver deild ræður til-
högun prófa hjá sér, að svo miklu leyti sem ekki eru sett bindandi
ákvæði um það í lögum eða reglugerð.
Munnleg próf skulu háð í heyranda hljóði. Þó er háskóladeild heim-
ilt, ef sérstaklega stendur á, að ákveða, að slík próf skuli halda fyrir
luktum dyrum.
29. gr.
Við þau próf, sem teljast til fullnaðarprófs, skal vera einn próf-
dómari utan háskólans. Auk þess geta einstakar deildir samþykkt
að hafa einn prófdómara úr hópi deildarkennara í öllum greinum