Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 167
165
legustu horfur á að koma upp slíku heimili hið fyrsta, jafnvel þótt
fyrst í stað yrði e. t. v. ekki farið ýkjastórlega af stað.
Að því er fyrra atriðið varðar hefur og verður það atriði athugað
gerla í sambandi við skipulagsdeild Reykjavíkurbæjar, en niðurstöðu
verður ekki að vænta, fyrr en gengið hefur verið frá skipulagsupp-
dráttum miðsvæða bæjarins til nokkurrar fullnustu.
Stjórnin hefur haldið með sér fundi um málið, en fól á sínum
tíma formanni sínum og gjaldkera að vinna að athuguninni. Hafa
þeir gert ýmsar athuganir um þetta efni. Að auki hélt stjórn félags-
ins fund með stúdentaráði, þar sem málið var allýtarlega rætt í
heild sinni. Var þar eining um að halda áfram athugunum á þeim
grundvelli, sem fenginn er.
Um allan gang málsins má vísa til skýrslu stjórnarinnar frá í
fyrra, en staðan er nú þessi:
Það er álit stjórnarinnar, að bygging viðunanlegs, jafnvel full-
komins, félagsheimilis stúdenta, samkv. tillöguuppdráttum og út-
reikningum, sem fyrir liggja, sé stúdentum fjárhagslega ofviða, eins
og nú standa sakir og í náinni framtíð. Hins vegar er bæði rétt og
skylt að miða að slíkri byggingu. Eins og horfir, eru nánast engir
sjóðir til til slíkrar byggingar, fjárfestingarleyfi torfengin og tímar
mjög viðsjárverðir, svo að nauðsynlegt er að rasa ekki um ráð fram.
Ef stúdentar byndu sér of þunga bagga með slíkri byggingu í upp-
hafi, er hætt við, að stofnun félagsheimilis hefði skaða af því og
hún tefðist lengur en vera þyrfti, ef öðrum ráðum verður beitt.
Hins vegar er fengið vilyrði um hagstætt lán, sem nota má til
kaupa á góðri eign. Ætlunin er að reyna að festa kaup á slíkri eign.
Búast má að vísu við, að leigja þyrfti eignina út að miklu leyti fyrsta
kastið, en að auki mætti koma þar upp vísi að félagsheimili, sem
síðan gæti væntanlega vaxið fiskur um hrygg fyrir áhuga stúdenta
almennt. Ef slíkur vísir ætti að koma að notum fyrst í stað, er samt
talið nauðsynlegt, að slík eign, sem keypt yrði, væri vel staðsett í
bænum. Hafa margir möguleikar verið kannaðir um kaup, en enn
er óútséð um horfur. Verður unnið áfram að því að finna hagstæða
lausn á málinu.
Full nauðsyn er á, að það fé, sem vilyrði er um, verði ávaxtað
tryggilega og aðgát höfð um kaupin. Enn fremur verður að tryggja
fyrir fram, að rekstur slíkrar eignar stæði undir sér sjálfur, svo og
rekstri vísis að félagsheimili, og jafnvel heldur betur. Ef skynsam-
lega tekst til um þennan væntanlega rekstur, hlýtur vonin um full-
komið stúdentaheimili að þokast æ nær. En þess verður jafnan að
gæta, að stúdentar ráðist í þetta mál af forsjá og bindi sér ekki
Þyngri bagga með því en ráðið verður við, og full þörf verður á liði