Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 93
91
1950, 1954). Kvæntist 1947 Halldóru Kristínu Ingólfsdóttur frá
Isafirði.
IX. LÁTINN HÁSKÓLAKENNARI
Prófessor Jón Jóhannesson andaðist 4. maí 1957.
Jón Jóhannesson var fæddur að Hrísakoti á Vatnsnesi í
Húnavatnssýslu hinn 6. júní 1909. Voru foreldrar hans Jóhann-
es Jónsson bóndi í Hrísakoti og kona hans, Guðríður Gísladóttir.
Eigi er mér kunnugt um heimilishagi foreldra Jóns í uppvexti
hans, en það er ætlun mín af líkum dregin, að eigi hafi þar
önnur meiri auðlegð rikt en sú, er fólgin er í mannkostum
góðra foreldra og gáfum mannvænlegra barna. Bróðir Jóhann-
esar í Hrísakoti var Stefán læknir, sem um hríð var dósent
við læknadeild háskólans, en fluttist síðar til Danmerkur og
ílendist þar, hinn merkasti fræðimaður og góður kennari. Jón
Jóhannesson mun snemma hafa þótt vænlegur til lærdóms-
starfa, en fleira studdi til þess, að hann hvarf að þvílíkum við-
fangsefnum, að dæmi Stefáns frænda síns, enda var hann frá
æsku vanheill nokkuð og því síður fallinn til likamlegrar
áreynslu.
Jón lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri vorið
1932. Hann var skráður í stúdentatölu í Háskóla Islands haust-
ið 1933 og lauk þar kennaraprófi í íslenzkum fræðum snemma
árs 1937. Á námsárum sínum í háskólanum lagði hann einkum
stund á sögu íslands og gerðist þar snemma hinn fróðasti
maður, eigi sízt um ættfræði, þótt síðar hneigðist hugur hans
meir að öðrum efnum í sögulegum rannsóknum. Árið 1941
hlaut hann doktorsnafnbót fyrir rit sitt Gerðir landnámábóTcar,
en þar var föstum tökum tekið á flóknu og vandmeðförnu efni.
Veturinn 1950—51 dvaldist Jón í Oxford á vegum British Coun-
cil við framhaldsnám í sagnfræði. Mun sú námsdvöl í hinum
fornfræga enska háskólabæ hafa orðið honum notadrjúg á
margan hátt í starfi hans síðar.
Að loknu kandídatsprófi stundaði Jón kennslu í islenzku og