Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 14
12
myndahúss á vegum háskólans. Háskólabíóið, sem nú er rekið
í Tjarnargötu, er eign Sáttmálasjóðs, en Sáttmálasjóður hefur
um mörg ár verið það hellubjarg, er fjárhagur skólans og
möguleikar til þess að styrkja og halda uppi margvíslegri vís-
indastarfsemi hefur hvílt á. Má hér nefna orðabók háskólans,
háskólabókasafnið, námsstyrki kandídata og námsferðir kenn-
ara. Með vaxandi dýrtíð hefur að vísu dregið úr afli þessa
sjóðs, en þó hefur verið reynt að halda í horfinu og tekizt
vonum framar vegna tekna sjóðsins af rekstri bíósins. Þennan
rekstur verður að auka og efla, ef unnt á að verða að mæta
vaxandi kröfum á því sviði, er ég nefndi. Ég vil þakka bæjar-
yfirvöldum Reykjavíkur fyrir góðar undirtektir á beiðni há-
skólans um lóð fyrir háskólabíó, en því hefur verið valinn stað-
ur við Hagatorg. Þá vil ég þakka hæstvirtri ríkisstjórn fyrir
það, hversu vel hún hefur brugðizt við óskum háskólans um
nauðsynlegar breytingar á rekstri Happdrættis háskólans, er
koma munu til framkvæmda við næstu áramót. Happdrætti
háskólans hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda, enda er
það samkvæmt starfsskrá sinni hagkvæmasta happdrætti, á
Norðurlöndum a. m. k., gefur viðskiptamönnum sínum í vinn-
inga 70% af veltu sinni. En tekjurnar af happdrættinu hafa
til þessa allar gengið til nauðsynlegra byggingarframkvæmda
á vegum háskólans og stofnana, sem honum eru tengdar. En
vegna lækkandi peningagengis er brýn þörf á að endursemja
vinningaskrána og auka veltuna, og verður nú unnið að því.
Margt kallar að, sem krefur allt mikilla fjárframlaga, fyrst
náttúrugripasafnsbygging, því næst bygging yfir læknadeild
háskólans og starfsemi, sem henni verður tengd. En loks vil ég
nefna brýna og vaxandi nauðsyn háskólans á því, að betur
verði séð fyrir þörfum hans á vísindalegum bókakosti en hing-
að til. Um alllangt árabil, eða frá því um 1920, hefur háskól-
inn sjálfur orðið að standa straum af bókasafni sínu og bóka-
kaupum af tekjum Sáttmálasjóðs. Ríkissjóður hefur þar ekk-
ert til lagt, og er þetta að líkindum einsdæmi um ríkisháskóla
hvarvetna í veröldinni. Nú er það allskostar ofvaxið háskól-
anum að standa öllu lengur undir þessum kostnaði. Eina skyn-