Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 96
94
Adolf Svíakonungur og Louise drottning í háskólann, ásamt
forseta Islands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni og forsetafrú Dóru
Þórhallsdóttur, herra Undén utanríkisráðherra Svíþjóðar og
föruneyti. Gengu gestir til hátíðasals, og þar ávarpaði háskóla-
rektor gestina. Flutti rektor ávarp sitt á sænsku, en á íslenzku
var ávarpið á þessa leið:
Yðar hátignir, konungur og drottning Svíþjóðar, forseti Is-
lands og forsetafrú. Háttvirta samkoma.
Vegna Háskóla Islands býð ég yður öll velkomin. Ég vil fyr-
ir háskólans hönd þakka þann mikla heiður, sem honum er
sýndur með heimsókn hinna tignustu gesta, konungs og drottn-
ingar Svíþjóðar. Við slíkt tækifæri er eðlilegt að minnast vin-
áttu og menningarlegra tengsla milli Svía og fslendinga um
aldaraðir. Þau tengsl eru raunar jafngömul sögu vorri. Sænskir
menn eða sænskættaðir voru tengdir sjálfum fundi Islands og
landnámi þess. Þegar Islendingar hefja að rita sögu sína, þá
gleyma þeir ekki heldur að skrá þann fróðleik, sem þeim var
kunnur um forna sögu Svíþjóðar og sænsku konungsættar-
innar, Ynglinga. Nú mun ýmislegt í þeim fræðum talið fremur
heyra til þjóðsögunni en þjóðarsögunni. En hvað sem því líð-
ur ber þetta og fleira í fornum íslenzkum fræðum vott um
hin sterku tengsl, sem bundu íslenzku þjóðina við hin fornu
heimkynni forfeðranna á Norðurlöndum.
Þótt vér vitum nú fátt í einstökum atriðum um samband
Islendinga við Svíþjóð og Svía á hinum fyrstu öldum Islands-
byggðar, er óhætt að fullyrða, að þau voru eigi lítil. Mun
þetta koma enn betur í ljós síðar, er betra yfirlit fæst um ís-
lenzkar fornleifar frá þessu tímabili. Þar kemur og síðar, að
Svíar og Islendingar lutu sama konungi um nokkra hríð, á
14. og 15. öld, en eigi virðist það samband samt hafa tengt
þessar frændþjóðir menningarlega, enda stóð það ekki langa
stund. Það er ekki fyrri en á 17. og 18. öld, sem sænskir og
íslenzkir fræðimenn fara að vinna úr íslenzkum fornritum og
gera þau kunn meðal sænskra menntafrömuða og vísinda-
manna. En aila tíð síðan og einkum á 19. og 20. öld hafa sænsk-