Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 136
134
þriðjungur deildarmanna, sem rétt eiga á fundarsetu, æskja fundar.
Deildarfundur er ályktunarfær, ef fund sækja eigi færri en helm-
ingur prófessora deildarinnar. Nú eru atkvæði jöfn, og ræður þá
atkvæði deildarforseta eða þess, er gegnir forsetastörfum.
16. gr.
Hver deild semur lestrar- og kennsluáætlun fyrir sig, og skal þar
gerð grein fyrir námsefni, kennsluháttum og prófkröfum.
IV. KAFLI
Kennsla og nemendur.
17. gr.
Kennsluár háskólans skiptist í tvö kennslumisseri, haustmisseri
frá 15. sept. til 31. jan. og vormisseri frá 1. febrúar til 15. júní. Há-
skólaráð getur ákveðið aðra missera skiptingu með samþykki mennta-
málaráðherra fyrir tilteknar greinar eða deildir. Leyfi og önnur
kennsluhlé skulu ákveðin í reglugerð.
18. gr.
Háskólaráð ákveður, að fenginni umsögn háskóladeildar, hver sé
kennsluskylda einstakra háskólakennara. Nú unir kennari ekki úr-
lausn háskólaráðs, og má hann þá skjóta úrlausninni til mennta-
málaráðherra, sem leysir til fullnaðar úr þessu efni.
Rektor á rétt á að vera leystur undan allt að helmingi þeirrar
kennslu, sem honum var skylt að hafa með höndum, er hann' tók við
rektorsembætti. Ef því er að skipta, ákveður rektor með samþykki
menntamálaráðuneytis, hversu ráðstafa skuli þeim hluta kennslunnar.
19. gr.
Rektor getur veitt kennurum lausn í bili undan kennsluskyldu, allt
að þremur vikum. Endranær er menntamálaráðherra heimilt, með
samþykki háskólaráðs, að veita kennara lausn undan kennsluskyldu
um takmarkaðan tíma. Kennari sá, er lausn hefur frá kennsluskyldu,
ákveður kennara í sinn stað, einn eða fleiri, með samþykki háskóla-
deildar og menntamálaráðherra.
Menntamálaráðherra ákveður launakjör staðgengils hverju sinni og
hvort kennari sá, sem víkur í bili, skuli greiða laun hans að nokkru
eða öllu. Nú er maður ráðinn til að gegna kennaraembætti, en ekki
settur til starfans, og ákveður deild þá hverju sinni, hvort hann eigi
rétt á að sitja deildarfundi og hafi þar atkvæðisrétt.