Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 105
103
fyrri dögum, en þar eru íslendingum kunnust nöfnin Rune-
berg og Topelius, þótt önnur kunni að vera meira metin í
heimalandi sínu. Mér er mikil ánægja að því í þessu sambandi
að minnast þess, að einmitt þessa dagana er hafin útgáfa af
þýðingu hins mikla og heimsfræga kvæðaflokks Kalevala, sem
er stolt hinnar finnsku þjóðar, með líkum hætti og Sæmundar-
edda og Njála eru þjóðarstolt Islendinga.
Ég mun nú ljúka máli mínu. En að lokum vil ég færa yður,
herra forseti, hugheilar árnaðaróskir frá Háskóla Islands yður
til handa og hinni finnsku þjóð. Megi sá manndómsandi, sem
hingað til hefur sigrað alla örðugleika, leiða þjóð yðar til far-
sældar um ókomnar aldir.
Að ávarpi rektors fluttu söng Dómkirkjukórinn tvö finnsk
þjóðlög við finnska texta.
Næstur steig menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, í stól-
inn og flutti stutt ávarp á sænsku.. Hann sagði, að þrátt fyrir
fjarlægðina milli Finnlands og íslands væru þjóðir þeirra ná-
tengdar vegna hins sameiginlega norræna menningararfs, sem
hefði frelsi og rétt, mannhelgi og manngöfgi að hornsteinum.
„Báðar þjóðirnar eru gamlar, en ríki þeirra ung, yngst á
Norðurlöndum“, sagði hann, og þær hafa báðar orðið að „sanna
bæði umheiminum og sjálfum sér, að réttur til sjálfstæðis á
sér hvorki stoð í fjölmenni né valdi, auði né afli, heldur í vilja
fólksins til að vera þjóð og getu þess til að vera menn“.
Menntamálaráðherra sagði, að Finnar væru sígilt tákn þess,
að smáþjóð getur verið stórþjóð. Þeir eiga fornri menningar-
arfleifð mikið að þakka, ekki síður en Islendingar, og hefur
það e. t. v. auðveldað gagnkvæman skilning þjóðanna. Hann
gat þess, að Islendingar hefðu lengi haft náin kynni af ýmsum
finnskum skáldum, en dýrustu menningarperluna, Kalevala-
bálkinn, hefðu þeir ekki hingað til getað lesið á eigin tungu.
Hann kvað það íslendingum sérstaka ánægju að geta
nú, þegar finnskur forseti kæmi hér í fyrsta sinn, gefið út
Kalevalaljóðin í ágætri þýðingu Karls ísfelds og notað tæki-