Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 10
8
sýndu Háskóla íslands þann sóma, fyrst allra erlendra þjóð-
höfðingja, að heimsækja hann, í sambandi við hina opinberu
heimsókn konungshjónanna til Islands í apríl í vor. Var í því
tilefni samkoma haldin í hátíðasal háskólans og þangað boðið
öllum starfsmönnum háskólans, fulltrúum stúdenta og all-
mörgum gestum. Þar flutti rektor ávarp til konungs, en söng-
kór undir stjórn dr. Páls ísólfssonar flutti þætti úr kantötu
eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson í tilefni af komu Friðriks kon-
ungs VIII til Islands árið 1907.
Þá vil ég nefna samkomu, sem haldin var í hátíðasal háskól-
ans þ. 2. júlí í tilefni af 900 ára minningu stofnunar biskups-
stóls á Islandi. Við það tækifæri flutti rektor stutt ávarp, próf.
Magnús Már Lárusson flutti erindi um biskupskjör á Islandi,
en kór söng undir stjórn dr. Páls Isólfssonar.
Loks vil ég minnast þess, að síðastliðið sumar buðu háskól-
inn og þjóðminjasafnið í sameiningu til svonefnds vikinga-
fundar (Viking Congress) í Reykjavík. En svo hafa um skeið
verið nefndir fundir þeir, er norrænir og brezkir fræðimenn,
þeir er fást við sögu, mál og menningu víkingaaldar, eiga með
sér á nokkurra ára fresti. Var þessi hinn þriðji í röðinni, en
áður höfðu víkingafundir verið haldnir á Hjaltlandi og í Nor-
egi. I undirbúningsnefnd þriðja víkingafundarins voru fulltrúar
bæði frá háskólanum og þjóðminjasafninu, og var Kristján
Eldjám þjóðminjavörður formaður hennar.
Fundurinn var settur í hátíðasal háskólans 20. júlí. Viðstödd
voru forseti Islands og frú hans, menntamálaráðherra og sendi-
herrar þeirra þjóða, sem fulltrúa áttu á fundinum. Fundinn
sátu alls 48 reglulegir þátttakendur; frá Danmörku 6, frá Bret-
landi 9, frá Noregi 5, frá Svíþjóð 3 og 25 Islendingar. Hinir
erlendu gestir voru flestir starfandi háskólakennarar og safna-
menn. öllum var auk þess frjálst að taka þátt í fundunum, og
notuðu sér það margir.
Fundurinn stóð til 27. júlí. Fimm daga voru haldnir fyrir-
lestra- og umræðufundir. Alls voru fluttir 18 fyrirlestrar um
sögu, fornleifafræði, málfræði og menningu víkingaaldar, þar
af 6 af islenzkum fræðimönnum, en 12 af hinum erlendu gest-