Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 155
153
stjórnarinnar koma því mörg mál, er varða stúdenta, og úrslit þess-
ara mála geta skipt miklu fyrir þá, ýmist einstaklinga í hópi stúd-
enda eða stúdenta alla.
Þegar þetta er haft í huga, lítur Stúdentaráð svo á, að æskilegt
sé, að stúdentar eigi hlut að stjórn Háskóla íslands og vill því til
áréttingar benda á:
1) Háskólastúdentar eru komnir á þann aldur, að þeir ráða sér
sjálfir að miklu eða öllu leyti og margir þeirra hafa að lögum öðl-
azt réttindi sem fullábyrgir borgarar þjóðfélagsins. Stúdentaráð tel-
ur því ljóst, að stúdentar séu hæfir til að eiga hlut að stjórn stofn-
unar, sem mjög varðar hag þeirra, og vill jafnframt benda á, að
í þeirra hópi eru menn, sem þegar hafa öðlazt reynslu, sem gæti
orðið stofnuninni að miklu gagni.
2) Háskólastúdentar eru yfirleitt yngri en háskólakennarar og
aðstaða þeirra að öðru leyti slík, að líklegt má telja, að þeir hafi
nokkuð önnur sjónarmið en háskólakennarar. Þess vegna myndi þátt-
taka þeirra í stjórn háskólans gera líklegt, að fram komi fremur
en ella öll þau sjónarmið í hverju máli, sem orðið geta stofnun-
inni til gagns.
3) Þátttaka stúdenta í skólastjórninni myndi leggja á þá hluta
af ábyrgðinni á stjórninni, og það er líklegt til að auka skilning milli
kennara og nemenda, efla samvinnu þeirra og styrkja stofnunina
sem heild.
4) Skilningur stúdenta á vandamálum háskólans og áhugi þeirra á
eflingu hans myndi aukast, ef þeir ættu hlut að stjórn hans. Þetta
hvort tveggja myndi síðan auka þekkingu og áhuga á málum skól-
ans meðal almennings.
Stúdentaráð er þeirrar skoðunar, að framangreind rök séu nægi-
leg til að sýna fram á, að réttlátt og æskilegt sé, að stúdentar eigi
hlut að stjórn háskólans. Ráðið hefur rætt um, hvernig heppilegast
sé, að þessari hlutdeild sé fyrir komið. Niðurstaðan hefur orðið sú,
að æskilegast sé, að stúúdentar velji fulltrúa til að taka þátt í stjórn
skólans, bæði í háskólaráði og deildum, og eigi þessir fulltrúar at-
kvæðisrétt, þegar kosinn er rektor. Er hér um að ræða sama fyrir-
komulag og tekið var upp við háskólann í Osló með norskum lög-
um nr. 3 frá 9. desember 1955, en Stúdentaráð hefur aflað sér og
kannað ítarlega gögn um allan undirbúning þeirrar lagasetningar.
Með þessu fyrirkomulagi fá stúdentar beinan hlut að stjórn há-
skólans og taka á sig ábyrgð á henni. Stúdentum og kennurum er
þá ekki skipt í tvo hópa við skólastjórnina og því minni hætta á
misklíð. Skilningur og þekking stúdenta á málefnum skólans verður
°g bezt tryggð með þessum hætti.
20