Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 141
139
3. í laga- og viðskiptadeild 6,
4. í heimspekideild 8,
5. í verkfræðideild 4.
í reglugerð skal kveða á um, hverjar aðalkennslugreinar teljist til
hvers prófessorsembættis um sig.
Nú óskar skipaður prófessor eftir því, að aðalkennslugrein hans
verði breytt, er prófessorsembætti verður laust í deild hans, og get-
ur menntamálaráðherra þá heimilað breytinguna, ef deild sú, sem
í hlut á, fellst á tilmæli prófessorsins.
38. gr.
Prófessorarnir í lyflæknisfræði og handlæknisfræði veita forstjórn
lyflæknis- og handlæknisdeildum Landsspítalans, og prófessorinn í
meinafræði veitir jafnframt forstöðu rannsóknarstofu í meinafræði.
Prófessorinn í heilbrigðisfræði skal auk kennslunnar í þeirri grein
annast heilbrigðislegar rannsóknir fyrir heilbrigðisstjórnina, þar á
meðal manneldisrannsóknir í samráði við manneldisráð. Prófessor-
inn í lyfjafræði hefur umsjón með kennslu í lyfjafræði lyfsala. Kenn-
arinn í lyfjafræði lyfsala hefur jafnframt á hendi eftirlit með lyfja-
búðum fyrir heilbrigðisstjórnina.
Prófessorinn í eðlisfræði er jafnframt forstöðumaður rannsóknar-
stofu til mælinga á geislavirkum efnum. Rannsóknarstofa þessi lýtur
verkfræðideild, og skal setja ákvæði um starfsemi hennar í reglu-
gerð Háskóla íslands.
Prófessorinn í uppeldisfræðum skal skipuleggja kennsluæfingar
nemenda í uppeldisfræðum. Hann skal halda fyrirlestra fyrir starf-
andi kennara og efna til námskeiða fyrir þá. Auk þess skal hann ann-
ast rannsóknir og leiðbeiningarstörf í þágu uppeldismála landsins,
eftir því sem kveðið verður á í reglugerð.
Prófessorinn í forspjallsvísindum hefur á hendi kennslu í uppeldis-
fræðum, eftir því sem samrýmist störfum hans.
39. gr.
Menntamálaráðherra ákveður tölu dósenta, lektora, aukakennara
og aðstoðarkennara í einstökum deildum og greinum, að fengnum
tillögum háskólaráðs.
IX. KAFLI
Kennsla í lyfjafrœöi lyfsala.
40. gr.
Við læknadeild skal stofna til kennslu í lyfjafræði lyfsala (phar-
rnacia), og skal kveða á um námstilhögun í reglugerð.