Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Síða 98
96
Leyfist mér í upphafi máls að bera fram skýringu á því, að
til skuli kvaddur höfundur bóka að fagna tignum gestum á
þessum stað, bjóða konúngshjón Svíþjóðar velkomin á meðal
vor.
Ég hef það fyrir satt, að þá er Gústav konúngur gisti Island
áður sem ríkisarfi Svíþjóðar, fulltrúi lands síns á Alþingis-
hátíðinni, hafi hann tekizt ferð á hendur um Suðurlandsundir-
lendið til þess að kynnast landsháttum. Svo er sagt, að kon-
úngsefni hafi komið í bændahús í ýmsum stöðum á ferð sinni
til þess að eiga orðastað við landsmenn. Það vakti furðu gests-
ins, að hvar sem hann kom, og þótt húsakynni væru með lág-
reistara móti og stofur ekki ríkmannlegar, þá blöstu jafnan
við bókahillur í híbýlum manna; þær svignuðu undir þúnga
sínum jafnvel í bústöðum þeirra manna, er gestinn varði sízt.
1 mörgum löndum er það ekki alsiða, að fátækir bændur hafi
bækur hendi næstar umfram nauðsyn. Það lýsir konúnginum
sjálfum, að í viðræðum við íslending aldarfjórðungi síðar taldi
hann þetta fyrirbæri meðal hluta, sem honum þóttu merkilegir
og ógleymanlegir á Islandi. Herra, hér er fólgin orsök þess, að
til er kvaddur rithöfundur að fagna yður af hálfu almenníngs
á Islandi. Orðtak íslendinga hefur jafnan verið: betra er ber-
fættum en bókarlausum; það þýðir hérumbil: ég vil heldur
vera berfættur og eiga bók en hafa á fæturna og eiga aungva
bók. Skáld og höfundar bóka hafa frá fomu fari verið inn-
virðulegir fulltrúar almenníngs hér á landi. Þegar þjóðin talar
öll, kveður hún til skáld sín að mæla fyrir munn sér.
Það var mikill siður til forna, meðan enn var ein túnga á
Norðurlöndum, að íslenzkir menn geingju fyrir norræna kon-
únga og reyndu sig í þeirri íþrótt sem íslendingum var inn-
borin, og þeir kölluðu vammi firða, en það er skáldskapur.
Ég er stoltur af því að þessi siður er enn ræktur, og að ég
stend á þessari stundu í sporum íslendíngsins Óttars svarta,
sem var skáld svíakonúngs fyrir þúsund árum.
Sviþjóð hefur frá öndverðu lifað sérstöku lífi í íslenskum
bókmenntum og um leið í vitund íslensku þjóðarinnar.
Mér er til efs, að gleggri skyndimyndir séu varðveittar af
Svíþjóð fyrir tæpum þúsund árum en Sighvatur Þórðarson